A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
18.10.2008 - 23:16 | bb.is

Aðgerðaáætlun samþykkt

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Mynd: bb.is
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Mynd: bb.is
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélagið til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnahags-, atvinnu- og fjármálum hjá íslensku þjóðinni. „Alvarleg staða á alþjóðlegum mörkuðum, fyrirsjáanlega minnkandi tekjur Ísafjarðarbæjar vegna útsvars og minnkandi tekna frá Jöfnunarsjóði sem lækka vegna lægri tekna ríkissjóðs, aukinn rekstrarkostnaður og fleiri vísbendingar um þrengingar kalla á aðgerðaáætlun Ísafjarðarbæjar við þessar aðstæður. Meginmarkmiðið er að ástunda ábyrga fjármálastjórn, tryggja grunnþjónustu og stöðugleika í rekstri", segir í bókun bæjarstjórnar.

Hlutverk bæjarráðs er að fylgjast með framgangi þessarar aðgerðaáætlunar, fylgjast reglulega með málum, hafa samráð og samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga, önnur sveitarfélög og ríkisvaldið til að tryggja hagsmuni Ísafjarðarbæjar í hvívetna við þessar sérstöku og erfiðu aðstæður. Bæjarráð mun fylgjast grannt með atvinnumálum í bæjarfélaginu og leitast við að tryggja gott atvinnustig í Ísafjarðarbæ.

 

Áherslur í aðgerðaáætluninni verða fyrirmynd í fjárhagsáætlanagerð allra sviða, stofnana og fyrirtækja Ísafjarðarbæjar. Áætlunin sem hefur yfirskriftina „Velferðarmálin í forgang" er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir yfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl. um að verja grunnþjónustuna. Einnig er tekið undir mikilvægi þess að endurskoða fjárhagsáætlanir og forgangsraða upp á nýtt. Þrengri fjárhagsstöðu verður að svo stöddu ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða með skerðingu á slíkri þjónustu.

 

Fjárheimildir verða ekki auknar á árinu 2008 heldur dregið úr innkaupum sem frekast er kostur, með það að markmiði að ná fram sparnaði strax. Ónýttar fjárheimildir deilda, skv. fjárhagsáætlun, verði ekki nýttar nema brýna nauðsyn beri til. Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum. Leitast verður við að tryggja endanlega fjármögnun þeirra verka sem lokið er. Samstarf við Lánasjóð sveitarfélaga er mikilvægt í því tilliti. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð á árinu 2008. Ráðgjöf og velferðarþjónusta Ísafjarðarbæjar til að leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum verður efld." Aðgerðaráætlunin var samþykkt samhljóða.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31