02.12.2008 - 01:35 | Tilkynning
Samstöðufundur á Víkingasvæðinu
Boðað er til samstöðufundar laugardaginn 6. desember kl. 17.30 á Víkingasvæðinu, Þingeyrarodda. Tilgangur fundarins er að sýna samstöðu og mótmæla, á friðsamlegan hátt, spillingu, græðgi og óréttlæti í íslensku þjóðfélagi. Mótmælabréf mun liggja frammi þar sem fólk getur skrifað undir. Þeim sem vilja koma fram og halda tölu á fundinum er bent á að setja sig í samband við Borgnýju Skúladóttur. Síminn hjá henni er 893 2004. Einnig verður orðið gefið laust á fundinum.
Meira
Sameinumst Dýrfirðingar og allir þeir sem bera hag lands og þjóðar fyrir brjósti. Sýnum samtakamátt í verki, njótum samverunnar og mótmælum núverandi ástandi um leið. Þeir sem vilja geta komið með friðarkerti með sér sem kveikt verður á. Komum klædd eftir veðri.
...Meira