Flugslysaæfing á Þingeyri
Í dag fer fram boðunaræfing þar sem Neyðarlínan sendir út boð um flugslys en tekur að sjálfsögðu fram að um æfingu sé að ræða. Þarna er tækifærið til að sannreyna hvort viðbragðsaðilar eru ekki örugglega á boðunarskrá.
Æfingin sjálf hefst kl. 11 í fyrramálið með förðun leikara. Allir verða boðaðir af Neyðarlínunni í gegnum GSM og fastsímkerfið. Heimamenn mæta á flugvöll fyrstir viðbragðsaðila og hefja slökkvi og björgunarstörf en síðar koma aðrar björgunarsveitir sem taka þátt, inn í æfinguna. Þegar öllum sjúklingum hefur verið bjargað, þeir greindir á slysstað og fluttir á söfnunarsvæði slasaðra í flugstöð, flokkaðir þar sem þeir eru greindir og fá fengið meðferð þar til teljast tilbúnir til flutnings þá líkur sjálfri æfingunni. Nánar má fræðast um æfinguna á vef Flugstoða.