A A A
20.10.2008 - 23:11 | bb.is

Sviðsettu flugslys

Fórnarlömb slyssins voru mörg hver alvarlega slösuð. Mynd: bb.is
Fórnarlömb slyssins voru mörg hver alvarlega slösuð. Mynd: bb.is
Flugslysaæfing fór fram á ytri enda flugbrautar Þingeyrarflugvallar í Dýrafirði á laugardag. Um áttatíu manns tóku þátt í æfingunni en sviðsett var flugslys þar sem tuttugu manna flugvél hafði brotlent og stóð flugvélaflakið í björtu báli er björgunarfólkið kom á vettvang. Slökkva þurfti eldinn og bjarga farþegum út úr flakinu sem lágu ýmist þar eða á víð og dreif um svæðið, ýmist slasaðir eða látnir. Lögreglan á Vestfjörðum, slökkvilið frá Ísafirði og Þingeyri, björgunarsveitir frá Vestfjörðum og sjúkraflutningsmenn frá Ísafirði tóku þátt í æfingunni sem gekk vel að sögn skipuleggjenda hennar en það var Flugverndar- og björgunardeild Flugstoða sem hafði yfirumsjón með æfingunni.
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30