15.10.2008 - 23:25 | bb.is
Góð hráefnisstaða hjá Vísi á Þingeyri
FiskvinnslaVísis á Þingeyri hefur farið vel af stað eftir vinnslustopp. Liðlega tuttugu manns starfa við fyrirtækið í dag og er aðallega verið að vinna uppþýdd léttsöltuð fiskflök. Viðar Friðgeirsson, rekstrarstjóri hjá Vísi, segir að hráefnistaða vinnslunnar sé mjög góð í augnablikinu og að fyrirtækið sé vel statt til lengri tíma litið varðandi hráefnisöflun. „Hráefnisstaða okkar er góð og einn Vísis-bátur er á leiðinni vestur í vikunni og mun byrja að fiska fyrri vinnsluna þegar hann kemur til Þingeyrar," segir Viðar.