16.03.2009 - 00:58 | bb.is
Vestfjarðahlaupin fá góðar einkunnir
Hlaupin á Vestfjörðum fá góðar einkunnir á hlaupavefnum hlaup.is þar sem metin eru þau almenningshlaup sem haldin voru á Íslandi árið 2008. Þátttakendur í hlaupunum gefa einkunnir á sérstöku formi sem aðgengilegt er á vefnum. Vesturgatan, sem hlaupin er um Svalvoga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, er í fimmta sæti í flokknum „Gefnar einkunnir" með aðal einkunnina 9,5 en flestar undireinkunnir eru upp á 10. Óshlíðarhlaupið, sem hlaupið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, kemur í 28. sæti með aðal einkunnina 7,0 en flestar undireinkunnir upp á 10. Í undireinkunnum er lagt mat á hlaupaleiðina, drykkjarstöðvar, verðlaun, brautarvörslu, marksvæði, skipulag o.fl. Í flokknum „Útreiknaðar einkunnir" er Vesturgatan í þriðja sæti af öllum hlaupum landsins og Óshlíðarhlaupið kemur þar á eftir í fjórða sæti....
Meira
Meira