A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Fjármálaráðuneytið hefur falið Ríkiskaupum að leita tilboða í læknisbústaðinn að Aðalstræti 37 á Þingeyri. Bústaðurinn verður seldur í samráði við ráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og meðeigandann. Er gert ráð fyrir sölunni í fjárlagafrumvarpi Alþingis fyrir 2009 þar sem ekki er talið að húsnæðið nýtist rekstri heilbrigðisstofnunarinnar á komandi árum.
04.02.2009 - 01:34 | Tilkynning

Opið hús í leikskólanum Laufási

Leikskólinn Laufás
Leikskólinn Laufás
Þann 6.febrúar n.k. verður dagur leikskólans haldinn í leikskólum landsins. Hann er haldinn í tilefni af því að þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leiskólakennara fyrstu samtök sín. Það hefur verið ákveðið að halda upp á þennan dag á hverju ári og auka þannig jákvæða umræðu um leikskólann og kynna það starf sem unnið er í skólunum út á við. Þá verður opið hús hjá okkur fyrir hádegi í leikskólanum Laufási.

Öllum er hjartanlega velkomið að koma og kíkja á starfið hjá okkur. Það verður heitt á könnunnni.
Kveðja starfsfólk á Laufási

Frá Víkingasvæðinu á Þingeyrarodda.
Frá Víkingasvæðinu á Þingeyrarodda.
Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær að því er fram kemur í drögum að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins. „Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir sem hér eru haldnar gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins", segir í greinargerð með aðalskipulagsdrögunum. Þar kemur fram að ekki er sérstök þörf á nýjum byggingum fyrir menningarstarfsemi, heldur sé mikilvægast að standa vörð um þá starfsemi sem þegar er og hlúa að nýjum hugmyndum....
Meira
31.01.2009 - 01:37 | bb.is

Undanþága veitt vegna Hæsta-Hvamms

Dýrafjörður
Dýrafjörður
Umhverfisráðuneytið hefur veitt Ísafjarðarbæ undanþágu vegna deiliskipulagstillögu fyrir hluta af landi Hæsta-Hvamms í Dýrafirði. Ráðuneytið leitaði umsagnar Skipulagsstofnunar sem taldi það eðlilegt að veita svigrúm til skipulagningar og framkvæmda í sveitarfélaginu þar sem vinnu við nýtt aðalskipulag yrði lokið á öðrum ársfjórðungi ársins 2009. Stofnunin mælti því með því að undanþágan væri veitt en þó með tímamörkunum og því gildir undanþágan eigi lengur en til ársloka 2009. Umhverfisnefnd hefur lagt til að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Myndin er tekin á Þingeyri um 1880. Stóra húsið, þar sem fáninn blaktir, er verslunarhús sem kaupmaðurinn N. Chr. Gram lét reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykishúsið og pakkhúsið.
Myndin er tekin á Þingeyri um 1880. Stóra húsið, þar sem fáninn blaktir, er verslunarhús sem kaupmaðurinn N. Chr. Gram lét reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykishúsið og pakkhúsið.
Stærsti hluti viðhaldsverkefna á vegum Ísafjarðarbæjar í ár verður undir einni milljón króna samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram. Forgangsröðun þessara verkefna verður ákveðin og lögð fram eftir samþykkt fjárhagsáætlunarinnar. Stærsta verkefni eignasjóðs sveitarfélagsins í ár er Salthúsið á Þingeyri en reiknað er með að ljúka því verkefni. Meðal annarra verkefna má nefna brunavarnir í Grunnskólanum á Ísafirði verða fullgerðar í eldri hluta skólans. „Mikil breyting er á rekstri málaflokksins milli ára og helgast það af lægri framlögum til viðhalds en stærsta breytingin er vegna útreiknings á lánum þar sem reiknað er með gengishagnaði", segir í stefnuræðu bæjarstjóra með frumvarpi að fjárhagsáætluninni.
22.01.2009 - 01:52 | bb.is

Um 80% nemenda í íþróttum

Um 80% nemenda Grunnskólans á Þingeyri stunda blak, körfubolta eða fótbolta.
Um 80% nemenda Grunnskólans á Þingeyri stunda blak, körfubolta eða fótbolta.
Um 80% nemenda Grunnskólans á Þingeyri stunda blak, körfubolta eða fótbolta. Á vef skólans kemur fram hve mikil ánægja er með hversu heilbrigðan lífsstíl nemendur skólans tileinka sér. „Þannig koma nemendur oft með ávexti og grænmeti í nesti, borða flestir heitan og næringarríkan hádegismat og taka vel á því í íþróttatímum í skólanum", segir á GÞ-vefnum. Nemendur í gagnfræðibekkjum skólans undirbúa sig nú undir ferð til Reykjavíkur á ávisst mót í Skólahreysti dagana 11.-13. febrúar sem ætlað er að stuðla að auknu hreysti ungmenna í landinu. „Mikil og skemmtileg dagskrá hefur verið sett saman og vonandi munu allir geta tekið þátt", segir á vef skólans.
úast má við að yfir 3000 minjastaðir séu í Ísafjarðarbæ.
úast má við að yfir 3000 minjastaðir séu í Ísafjarðarbæ.
Í Ísafjarðarbæ eru skráðar 22 friðlýstar fornminjar samkvæmt friðlýsingaskrá. Að því er fram kemur í drögum að greinargerð með aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2008-2020 voru 165 bæir á skipulagssvæðinu á 19. öld. Sé reiknað með 20 minjastöðum á jörð að meðaltali, má búast við að í Ísafjarðarbæ séu samtals um 3300 minjastaðir. Búið er að skrá 278 minjastaði, eða eingöngu 12% af öllum minjastöðum í sveitarfélaginu....
Meira
Friðfinnur Sigurðsson vagnsstjóri við einn af strætisvögnunum sem gengur um götur Ísafjarðarbæjar. Mynd: bb.is
Friðfinnur Sigurðsson vagnsstjóri við einn af strætisvögnunum sem gengur um götur Ísafjarðarbæjar. Mynd: bb.is
Vegna vetrarfærðar og mikillar notkunar þarf að flýta morgunferð Strætisvagna Ísafjarðarbæjar frá Þingeyri til Ísafjarðar með viðkomu á Flateyri. Ferðin hefur verið farin kl. 7 en nú leggur strætó af stað kl. 6.55 þar til vorar en þá verður áætluninni breytt til baka. Brunnið hefur við að vagninn hafi komið 5-8 mínútum seinna en stefnt var að á áfangastað á Ísafirði. Ástæðan er hálka og erfið færð á vegum. Þar að auki hefur mikil fjölgun farþega orðið til þess að stoppa þarf á fleiri stöðvum á leiðinni, en eins og kunnugt er hefur strætó verið gjaldfrjáls í Ísafjarðarbæ frá 1. janúar 2008 og hefur notkun á vögnunum aukist mikið. „Vonast er til að þessi breyting valdi ekki ónæði fyrir farþega", segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31