04.02.2009 - 01:36 | bb.is
Leitað tilboða í læknisbústað á Þingeyri
Fjármálaráðuneytið hefur falið Ríkiskaupum að leita tilboða í læknisbústaðinn að Aðalstræti 37 á Þingeyri. Bústaðurinn verður seldur í samráði við ráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og meðeigandann. Er gert ráð fyrir sölunni í fjárlagafrumvarpi Alþingis fyrir 2009 þar sem ekki er talið að húsnæðið nýtist rekstri heilbrigðisstofnunarinnar á komandi árum.