A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
Myndin er frá Skólahreysti í fyrra. Mynd: bb.is
Myndin er frá Skólahreysti í fyrra. Mynd: bb.is
Keppni í Skólahreysti fór fram í síðasta mánuði á Ísafirði en þrjú lið af Vestfjörðum tóku þátt. Grunnskóli Þingeyrar stóð sig mjög vel í keppninni og hafnaði í 2. sæti, aðeins hálfu stigi á eftir sigurliðinu sem var frá Grunnskóla Ísafjarðar. Sigríður Halla Halldórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri, sigraði í Hreystigreip en hún hékk í 4:22 mínútur. Metið í Hreystigreip er 05:29 mínútur en það setti Vogaskóli árið 2006. Síðan þá hefur engum tekist að komast svo nálægt metinu og því er þetta alveg frábær árangur hjá Sigríði Höllu. Aðspurð segist Sigríður Halla ekki hafa æft sig sérstaklega mikið í Hreystigreipinu en hún tekur virkan þátt í skólaíþróttunum. Við á Þingeyrarvefnum óskum Sigríði Höllu að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan árangur!

Þess má til gamans geta að Grunnskóli Ísafjarðar mun keppa fyrir hönd Vestfjarða í úrslitunum þann 30.apríl næstkomandi. Keppninni verður sjónvarpað beint á RÚV.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31