A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
01.04.2009 - 00:47 | bb.is

Söngleikur frumsýndur á Þingeyri

Frá leikritinu Dragedukken. Mynd: bb.is
Frá leikritinu Dragedukken. Mynd: bb.is
Söngleikurinn Dragedukken verður frumsýndur í félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steenbach faktor á Þingeyri, sem var margt annað til lista lagt, svo sem verka saltfisk. Hann gerði sér lítið fyrir og samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. „Við erum búin að vera æfa baki brotnu. Mjög stór hópur hefur komið að þessu verkefni en við eru með þrettán leikara og átta manna hljómsveit. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir eru búsettir á Þingeyri fyrir utan einn leikara sem við fengum að láni frá Ísafirði", segir Elfar Logi leikstjóri verksins. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en það er Íþróttafélagið Höfrungur sem stendur að sýningunni......
Meira
01.04.2009 - 00:44 | bb.is

Vilja bjóða Dýrafjarðargöng út í ár

Hugmyndir Vegagerðarinnar að jarðgangaleiðum um Dynjandisheiði.
Hugmyndir Vegagerðarinnar að jarðgangaleiðum um Dynjandisheiði.
Alþingi hefur ályktað að Dýrafjarðargöng verði boðin út þegar á þessu ári og að lagður verði nýr vegur um Dynjandisheiði. Framkvæmdum verði að fullu lokið árið 2012. Heimilt er að afla lánsfjár að hluta til eða að öllu leyti til þess að standa undir kostnaði og greiða hann með jöfnum árlegum greiðslum í allt að 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur. Heimild veitt til þess að fjármagna framkvæmdirnar með lánsfjáröflun eða skuldabréfaútgáfu með svipuðum hætti og Vaðlaheiðargöng. Kristinn H. Gunnarsson og Guðjón A. Kristjánsson en fyrsti flutningsmaður samdi skjalið og bauð öllum þingmönnum kjördæmisins að flytja málið með sér......
Meira
26.03.2009 - 00:51 | bb.is

Stækkun Mjólkárvirkjunar í skoðun

Mjólká í Arnarfirði
Mjólká í Arnarfirði
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur tekið fyrir erindi Orkubús Vestfjarða ohf., um hugsanlega stækkun Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Að sögn Sölva Sólbergssonar, framkvæmdastjóra orkusviðs OV, eiga framkvæmdirnar sér langa forsögu en markmiðið með þeim er að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Árið 2007 skilaði verkfræðistofan Verkís athugun á hagkvæmni þess að reisa tvær nýjar virkjanir í Mjólka, til að nýta betur rennsli árinnar fyrir ofan inntak vélar 1 og þá aðstöðu sem þar er fyrir hengi. Sölvi segir athugunina hafa gefið tiol kynna að hér gæti verið um hagkvæmar framkvæmdir að ræða og var því ákveðið að kanna betur aðstæður á verkstað og bæta umræddum tveimur vélum við vélaútboðið, sem nauðsynlegt var að viðhafa gagnvart núverandi virkjun......
Meira
26.03.2009 - 00:50 | Tilkynning

Leikmynd fyrir Dragedukken

Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Æfingar fyrir leik- og söngverkið Dragedukken eru nú í fullum gangi í Félagsheimilinu á Þingeyri. Annað kvöld, föstudaginn 27. mars, stendur til að setja upp leikmynd fyrir leikritið og er leitað að áhugasömum Dýrfirðingum í verkið. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg eru beðnir um að mæta í félagsheimilið kl. 20.
Ný bók frá Vestfirska forlaginu.
Ný bók frá Vestfirska forlaginu.
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn

Á næstu dögum kemur út ný bók hjá Vestfirska forlaginu, Þjóðsögur og gamanmál að vestan. Í þeirri bók er slegið á létta strengi í kreppunni með úrvali úr vestfirskri fyndni. Þótti forlaginu rétt, miðað við það dapra ástand sem nú ríkir sumsstaðar á landi voru, að gefa út úrval úr þjóðsagnabálkinum vestfirska til að reyna að létta mönnum í sinni. Þar erum við auðvitað komin út á mjög hálan ís því húmor manna er misjafn eins og sögurnar. En við létum þó slag standa.
Við fengum hinn landsþekkta Vestfirðing og gleðigjafa, Hermann Gunnarsson, fyrrum léttadreng í Haukadal í Dýrafirði, til að velja sögurnar.

...
Meira
25.03.2009 - 00:54 | Tilkynning

Árshátíð nemenda Grunnskólans á Þingeyri

Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Árshátíðarsýningar nemenda verða sem hér segir;

Miðvikudaginn 25. mars kl. 10:00 - Forsýning.
Fimmtudaginn 26. mars kl. 19:30 - Frumsýning.

 

Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir 16 ára og eldri. Dagskráin tekur u.þ.b. 2 klst. Nemendur í 10. bekk verða með sjoppu á kvöldsýningunni.

Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Fyrirhugaðar breytingar á þjónustusamningi vegna Þingeyrarflugvallar skerða þjónustu á flugvellinum að mati bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Meðal breytinga er að viðveru starfsmanns á vellinum frá kl. 8 á morgnana til hádegis alla virka daga. Umrædd breyting tekur gildi 1. október nk. og á að gilda fram til 20. apríl 2010, en þá telst vetrarviðhaldstímabili lokið. Á meðan verður þjónusta veitt fyrir hvert flug samkvæmt beiðni sem koma á til starfmanns á Ísafjarðarflugvelli, sem síðan tekur ákvörðun um framhaldið og kallar til verktaka til að sinna aðgerðarþjónustu. „Að fenginni áralangri reynslu af vetrarviðhaldi flugbrauta, verður ekki hjá því komist að telja þessa ráðstöfun til verulegrar skerðingar á nýtingu flugvallarins," segir í bréfi Guðbjörns Charlessonar, umdæmisstjóra Flugstoða á Vestfjörðum til bæjarráðs......
Meira
16.03.2009 - 01:00 | Tilkynning

Dýrafjarðardagar 2009

Frá Dýrafjarðardögum 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Dýrafjarðardögum 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Kæru Dýrfirðingar, nær og fjær. Mitt í þessum vetrarhörkum leitar hugurinn óneitanlega til hlýrri daga... og hvað er þá það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar sumarið ber á góma? Auðvitað eru það Dýrafjarðardagarnir okkar. Nú leita fyrri nefndarmenn eftir góðum hugmyndum og starfskröftum í formi einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. Nú er markmiðið sett hátt. Sýnum hvað í okkur býr. Allar hugmyndir eru vel þegnar og allir sem vettlingi geta valdið eru hjartanlega velkomnir til starfa. Undirbúningur er að hefjast, spýtum í lófana, sýnum krafta samstöðunnar. Hægt er að setja sig í samband við eða senda hugmyndir til Ernu í síma 4568425 eða á netfangið erh9@hi.is.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31