A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
29.04.2009 - 00:07 | JÓH

Vortónleikar karlakórsins Ernis

Karlakórinn Ernir í Dýrafirði. Myndin er fengin að láni af www.ernir.it.is
Karlakórinn Ernir í Dýrafirði. Myndin er fengin að láni af www.ernir.it.is
Karlakórinn Ernir verður með vortónleika annað kvöld í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 20. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg en meðal efnis er einsöngur, dúett og tvöfaldur kvartett. Þeir sem komast ekki á tónleikana annað kvöld geta séð kórinn syngja í Ísafjarðarkirkju 1. maí kl. 17, eða í Safnaðarheimilinu í Bolungavík 3. maí kl. 20.
Á Hrafnseyrarheiði í gærdag. Mynd: JÓH
Á Hrafnseyrarheiði í gærdag. Mynd: JÓH
10-15.000 rúmmetra snjóflóð féll úr Skipadal yfir veginn á Hrafnseyrarheiði fyrir páska. Nú er loks búið að moka og styttist leiðin milli Ísafjarðar og Brjánslækjar þá um rúma 500 kílómetra. Menn bíða í ofvæni eftir að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði boðin út og verður þessi farartálmi þá frá. Til að komast akandi á milli hefur oftast þurft að fara Djúpið, Steingrímsfjarðarheiði, Strandir, Laxárdalsheiði, um Dali og Barðastrandarsýslu. Vonandi er þessi opnun merki um það að vorið sé að tylla sér á Vestfirði þetta árið. Erfið skilyrði og þrálát norðanátt hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að moka......
Meira
16.04.2009 - 00:21 | bb.is

Síðasta sýningin á Dragedukken

Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Leikritið Dragedukken verður sýnt í Félagsheimilinu á Þingeyri í síðasta sinn í kvöld. Leikurinn hefur hlotið úrvals móttökur og verið sýndur fjórum sinnum fyrir troðfullu félagsheimili. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri, sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. Tónlistin fannst á ÞingeÍþróttafélagið Höfrungs stendur að sýningunni. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en Elfar Logi Hannesson er leikstjóri. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 og stendur miðasala yfir í síma 867 9438.
14.04.2009 - 00:32 | JÓH

Lóðafrágangur við Tjörn framundan

Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Úlfar Önundarson undirrita samninginn.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Úlfar Önundarson undirrita samninginn.
Síðastliðinn miðvikudag voru undirritaðir samningar milli Ísafjarðarbæjar og verktakafyrirtækisins Úlfars ehf. á Ísafirði um endanlegan lóðafrágang við Tjörn á Þingeyri. Í verkinu felst m.a. jarðvegsfrágangur, hellulögn og þökulagning. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að framkvæmdirnar, sem hljóða upp á 10,7 milljónir króna eigi að hefjast á næstunni og er gert ráð fyrir því að þeim ljúki eigi síðar en 1. nóvember.
Eldiskví Dýrfisks ehf við bryggjuna á Þingeyri. Kvíin er núna staðsett á Haukadalsbót. Mynd: JÓH
Eldiskví Dýrfisks ehf við bryggjuna á Þingeyri. Kvíin er núna staðsett á Haukadalsbót. Mynd: JÓH
Skilnings- og þekkingarleysi íslenskra bankamanna er dragbítur á uppbyggingu atvinnulífsins að sögn Jónatans Þórðarsonar, forsvarsmanns Dýrfisks ehf, sem rekur regnbogasilungseldi í Dýrafirði og á Tálknafirði. Hann segir enga fjárfestingu betri í dag en fiskeldi en samt fáist ekki lánsfé. Skortur sé á laxfiski á heimsmarkaði og því sé fiskeldi aftur að vaxa fiskur um hrygg hér á landi. Dýrfiskur ætlar sér stóra hluti í lax- og silungseldi. Félagið er með seiðaeldi í Tálknafirði og sjókvíaeldi í Dýrafirði. Jónatan segir útlitið í greininni afar gott í dag. Vandamálið sé hins vegar að útvega lánsfé til að uppbyggingin gangi eins hratt fyrir sig og æskilegt væri. Frá þessu er greint á ruv.is.
09.04.2009 - 00:34 | Tilkynning

Páskamót í blaki

Súgfirskar blakáhugakonur- og menn
Súgfirskar blakáhugakonur- og menn
Ákveðið hefur verið að halda lauflétt Páskamót í blaki í íþróttahúsinu á Suðureyri Föstudaginn langa kl 10.30 og mun standa fram eftir degi. Keppt verður í blönduðum liðum til að gera leikina sem skemmtilegasta og í anda jafnréttisreglunnar. Áætlað er að hver leikur verði 2 lotur spilaðar upp í 21 stig. Skráning fer fram hjá Þorgerði Karlsdóttur í s: 899-9562 eða með tölvupósti dolla@snerpa.is. Einnig er hægt að hafa samband við Eyrúnu Hörpu á Þingeyri í s.861-8475 eða eyrunharpa@simnet.is. Þátttökugjald pr haus er kr. 500. Innifalið er aðgangur að sundlaug Suðureyrar í mótslok. Óvænt verðlaun afhent í lok mótsins. Allir áhugamenn um blak á Suðureyri og nærliggjandi stöðum eru velkomnir á þetta skemmtilega Páskamót í blaki. Hristum af okkur slenið og drífum okkur á völlinn.
07.04.2009 - 00:37 | bb.is

Fjölskyldudagur Storms á föstudag

Frá starfsemi Storms í reiðhöllinni á Söndum. Mynd: thingeyri.is
Frá starfsemi Storms í reiðhöllinni á Söndum. Mynd: thingeyri.is
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir fjölskyldudegi í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði á föstudaginn langa. Dagskráin hefst kl. 14 en þá sýna hestamenn gæðinga sína á tölti og áhorfendur velja þann sem þeim þykir bestur. Á meðan talning atkvæða stendur yfir verður börnum boðið á hestbak. Heitt súkkulaði að hætti Ólafíu, kaffi og kökur verða til sölu. Eftir hlé verða úrslit kynnt og verðlaun veitt. Öllum er heimil þátttaka og skráningar tilkynnist til Nönnu Bjarkar á nannabjork@simnet.is fyrir kl. 16 á miðvikudag. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
07.04.2009 - 00:36 | bb.is

Góður rómur gerður að Dragedukken

Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Frá sýningunni. Mynd: bb.is
Húsfyllir var á frumsýningu söngleiksins Dragedukken í félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri, sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafi verið nokkrum árum áður. „Það var gríðarlega góður rómur gerður að sýningunni enda tókst hún mjög vel. Afkomandi Andreas Steinbach, Guðmundur Steinbach, var viðstaddur sýninguna og var yfir sig hrifinn af verkinu", segir Sigmundur Þórðarson formaður Íþróttafélagsins Höfrungs sem stendur að sýningunni. Tónlistarstjóri er Krista Sildoja en Elfar Logi Hannesson er leikstjóri....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31