A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
12.03.2009 - 01:28 | HS

Jafnréttisumræða

Mýrarfell. Mynd: Davíð Davíðsson
Mýrarfell. Mynd: Davíð Davíðsson
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er nauðsyn

Sá nýjasti úr Mýrahreppi í Dýrafirði: Mýrhreppingar eru félagslynt fólk og notar hvert tækifæri sem gefst til að koma saman og blanda geði hvert við annað, að önnum dagsins loknum. Ekki þarf stórafmæli til að menn komi saman til að drekka kaffi og spjalla og ræða málin, skepnuhöld, veðurfar og dægurmál almennt. Ef vel viðrar er Valdimar á Mýrum viss með að ávarpa hópinn svohljóðandi: "Hann stangar ekki hart í dag."


Nú var það einhverju sinni í svona samkvæmi á seinni hluta tuttugustu aldar þegar ekki var til nema einn bíll almennt á hverju heimili, að ræður manna beindust að jafnréttismálum, þegar það vitnaðist að einn bóndinn komst ekki í samkvæmið þar sem eiginkona hans hafði tekið bílinn í óleyfi og hafði ekki skilað sér heim í tæka tíð. Voru ekki allir á einu máli um það, hvort rétt hefði verið hjá konunni að taka bílinn án samþykkis húsbóndans. Taldi Bergur bóndi á Felli að karlinn ætti skýlausan rétt til bílsins, þar sem hann sæi um allt viðhald og útgerð á honum. "Hvernig er það, Bergur", mælti þá jafnréttiskonan Jóna Björk í Alviðru. "Mættir þú ekki fara í buxurnar án leyfis Emilíu, eiginkonu þinnar, ef þú næðir ekki til hennar, eftir að hún hefði gert við þær og þyrftir að ganga á nærbuxunum það sem eftir væri dagsins?"
(Davíð H. Kristjánsson skráði eftir frásögn Matthildar Helgadóttur frá Alviðru)

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31