Vestfjarðahlaupin fá góðar einkunnir
Fólki gafst einnig kostur á að láta athugasemdir fljóta með um hlaupin. Um Vesturgötuna féllu þrjár athugasemdir sem allar verða að teljast afar jákvæðar. Ein þeirra hljóðaði svo: ,,Góð" er gott orð til að lýsa þessu hlaupi. Frábært er þó nær því að vera rétta orðið um öll ofangreind atriði (þ.e.a.s. þau atriði sem gefin var einkunn fyrir - innskot). Önnur orð eins og öryggi í framkvæmd, alúð, gestrisni, húmor, myndarskapur, himneskt veður, falleg umgjörð og ótrúlega falleg leið.....og sundlaugin.. Svona má halda áfram. Maður vill bara segja eins og krakkinn sem fór fyrstu sleðaferðina: „Aftur".
Í sumar munu aðstandendur þessara tveggja hlaupa sameina krafta sína á mikilli hlaupahátíð sem haldin verður þriðju helgina í júlí. Hátíðin hefst á Óshlíðarhlaupinu að kvöldi föstudagsins 17. júlí, síðan verður boðið upp á hlaupatengda dagskrá á laugardeginum 18. júlí og loks fer Vesturgatan fram sunnudaginn 19. júlí.