A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
16.03.2009 - 00:58 | bb.is

Vestfjarðahlaupin fá góðar einkunnir

Frá Óshlíðarhlaupinu 2008. Mynd: bb.is.
Frá Óshlíðarhlaupinu 2008. Mynd: bb.is.
Hlaupin á Vestfjörðum fá góðar einkunnir á hlaupavefnum hlaup.is þar sem metin eru þau almenningshlaup sem haldin voru á Íslandi árið 2008. Þátttakendur í hlaupunum gefa einkunnir á sérstöku formi sem aðgengilegt er á vefnum. Vesturgatan, sem hlaupin er um Svalvoga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, er í fimmta sæti í flokknum „Gefnar einkunnir" með aðal einkunnina 9,5 en flestar undireinkunnir eru upp á 10. Óshlíðarhlaupið, sem hlaupið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, kemur í 28. sæti með aðal einkunnina 7,0 en flestar undireinkunnir upp á 10. Í undireinkunnum er lagt mat á hlaupaleiðina, drykkjarstöðvar, verðlaun, brautarvörslu, marksvæði, skipulag o.fl. Í flokknum „Útreiknaðar einkunnir" er Vesturgatan í þriðja sæti af öllum hlaupum landsins og Óshlíðarhlaupið kemur þar á eftir í fjórða sæti.

Fólki gafst einnig kostur á að láta athugasemdir fljóta með um hlaupin. Um Vesturgötuna féllu þrjár athugasemdir sem allar verða að teljast afar jákvæðar. Ein þeirra hljóðaði svo: ,,Góð" er gott orð til að lýsa þessu hlaupi. Frábært er þó nær því að vera rétta orðið um öll ofangreind atriði (þ.e.a.s. þau atriði sem gefin var einkunn fyrir - innskot). Önnur orð eins og öryggi í framkvæmd, alúð, gestrisni, húmor, myndarskapur, himneskt veður, falleg umgjörð og ótrúlega falleg leið.....og sundlaugin.. Svona má halda áfram. Maður vill bara segja eins og krakkinn sem fór fyrstu sleðaferðina: „Aftur".

 

Í sumar munu aðstandendur þessara tveggja hlaupa sameina krafta sína á mikilli hlaupahátíð sem haldin verður þriðju helgina í júlí. Hátíðin hefst á Óshlíðarhlaupinu að kvöldi föstudagsins 17. júlí, síðan verður boðið upp á hlaupatengda dagskrá á laugardeginum 18. júlí og loks fer Vesturgatan fram sunnudaginn 19. júlí.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31