A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
Það er ekki að því að spyrja þegar Dýrfirðingar koma saman að lyfta sér upp úr hversdagsleikanum með söng og hljóðfæraleik. Þá lifnar yfir mannlífinu. Hefur svo verið lengi. Rifja má upp að karlakór var stofnaður á Þingeyri 1906, einn sá fyrsti á landinu og hét Svanur. Lúðraflokkur stofnaður þar 1910, Big band þeirra tíma, var líka einn sá fyrsti á landinu og hét Lúðrasveit Dýrafjarðar. Svona mætti lengi telja......
Meira
04.05.2009 - 00:42 | Tilkynning

Opnun Íþróttamiðstöðvarinnar um páskana

Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar um páskana er sem hér segir:

sunnudag 5.apríl
10:00 - 18:00


mánudag 6.apríl
07:45 - 11:30 og 15:00 - 19:30


þriðjudag 7.apríl
07:45 - 11:30 og 15:00 - 19:30


miðvikudag 8.apríl
07:45 - 11:30 og 15:00 - 19:30


skírdag 9.apríl
10:00 - 18:00...

...
Meira
04.05.2009 - 00:40 | JÓH

Rauða Kross-bandið heimsótti Tjörn

Frá Tjörn.
Frá Tjörn.
Rauða Kross-bandið heimsótti íbúa á Tjörn á dögunum með gítar og sönghefti. Bandið samanstendur af þeim Bryndísi Friðgeirsdóttur og Sigríði Magnúsdóttur en þær höfðu tekið saman nokkur af gömlu góðu lögunum sem allir þekkja. Um 25 manns voru samankomnir til að syngja og skemmta sér og er von manna að hægt verði að endurtaka skemmtunina seinna.

Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

04.05.2009 - 00:03 | Tilkynning

Fjölskylduparadís í Dýrafirði Sumarið 2009

Víkingareitur
Víkingareitur
FJÖLSKYLDUPARADÍS Í DÝRAFIRÐI

Náttúrfegurð í Dýrafirði er einstök og undirlendi meira þar en víðast hvar á Vestfjörðum. Hann er miðsvæðis á Vestfjarðakjálkanum og því stutt þaðan á aðra markverða staði. Mikil uppbygging í ferðaþjónustu hefur átt sér stað í Dýrafirði á síðustu árum, sem kemur flestum þægilega á óvart. Þar má nefna, veitinga- og kaffihús, fjölbreytta gistiþjónusta á gistiheimilum og á hótelum, kvöldvökur á víkingsvæðinu, siglingar á víkingaskipi, gönguferðir á slóðir Gísla Súrssonar, hestaferðir, sjóstangaveiði, silungsveiði, blakvelli, sundlaug , íþróttahús með líkamsræktaraðstöðu, fótboltavelli, vélsmiðjusafn, frábærar gönguleiðir, o.m.fl...

...
Meira
29.04.2009 - 00:19 | bb.is

Fyrsta mót sumarsins á Meðaldalsvelli

Hin ægifagra og stórskemmtilega sjöunda hola á Meðaldalsvelli.
Hin ægifagra og stórskemmtilega sjöunda hola á Meðaldalsvelli.
Fyrsta golfmót sumarsins á NV-Vestfjörðum verður haldið af Golfklúbbnum Glámu á Meðaldalsvelli í Dýrafirði á laugardag og hefst kl. 9. Hægt er að skrá sig á rástíma á golf.is milli kl. 9 og 10. Leikið verður með punktafyrirkomulagi og er 1500 króna þátttökugjald. Mótið er styrkt af fiskvinnslunni Vísi hf. og gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði eru í verðlaun. Brýnt er fyrir leikmönnum að Meðaldalsvöllur er mjög mjúkur um þessar mundir og er illa séð af meðlimum Glámu ef leikmenn lagfæra ekki boltaför á flötum. Brýnt er fyrir mönnum að lagfæra bolta- og kylfuför á vellinum og sýna af sér fyrirmyndarumgengni líkt og golfurum sæmir. Þátttakendur á laugardag verða krafðir um að sýna flatargaffla við fyrsta teig, en þeir eru nauðsynlegir til að sinna viðgerðum á flötum......
Meira
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
„Aðgerðir þær sem vísað er til eru hluti af nauðsynlegum sparnaðaraðgerðum í kjölfar efnahagsþrenginganna sem riðu yfir þjóðfélagið síðasta haust og eru nauðsynlegur liður í lækkun kostnaðar. Leitast verður við að aðgerðirnar komi eins lítið og hægt er niður á þjónustu og hafi ekki áhrif á flug til Ísafjarðar. Nú er gert ráð fyrir þjónustu skv. beiðni fyrir hvert flug," segir í svari samgönguráðuneytisins um mótmæli Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, við breyttri þjónustu við Ísafjarðarflugvöll og Þingeyrarflugvöll. Fyrirhugaðar breytingar á þjónustusamningi vegna Þingeyrarflugvallar skerða þjónustu á flugvellinum, að mati bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Meðal breytinga er að viðveru starfsmanns á vellinum frá kl. 8 á morgnana til hádegis alla virka daga verður hætt......
Meira
29.04.2009 - 00:13 | bb.is

Angantýr verður sparisjóðsstjóri

Frá fundinum. Mynd: spkef.is
Frá fundinum. Mynd: spkef.is
Angantýr Jónasson frá Þingeyri hefur verið ráðinn til að gegna starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Keflavíkur frá 1. júní til áramóta. Angantýr hefur sinnt starfi svæðisstjóra á Vestfjörðum og tekur hann við af Geirmundi Kristinssyni, sem tilkynnti á aðalfundi Sparisjóðs Keflavíkur á dögunum að hann myndi hætta eftir 44 ára starf í sparisjóðnum. Á fundinum greindi Þorsteinn Erlingsson, fráfarandi stjórnarformaður, frá því í ræðu sinni að á þeim tíma sem hann sat í stjórn hafi verið slegið hvert afkomumetið á fætur öðru, en árið 2008 sé líklega það versta í sögu Sparisjóðs Keflavíkur. Tap á rekstri sjóðsins nam þá 17 milljörðum króna á móti tæplega 2 milljarða hagnaði árið á undan. Kristján Gunnarsson tók við formennskunni af Þorsteini......
Meira
29.04.2009 - 00:10 |

Harmonikkudagurinn

Harmonikkudagurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 2. maí
Harmonikkudagurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 2. maí
Harmonikkudagurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 2. maí. Harmonikkukarlarnir og Lóa ásamt Lína Hannesi og Jóni Sig. leika lög af ýmsum toga. Við fáum til okkar góða gesti okkur til aðstoðar því á dagskránni verður:

1. Kórsöngur - Kirkjukór Þingeyrar.


2. Karlar syngja, Krista, Raivo og Gunnar Gísli spila.


3. Dragedúkken hljómsveit spilar. Þetta efni er á vegum Tónlistaskólans.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31