A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
13.03.2009 - 01:02 | JÓH

Vel heppnað námskeið í bogasmíði

Borgný Gunnarsdóttir við bogasmíðina
Borgný Gunnarsdóttir við bogasmíðina
Víkingar á Vestfjörðum stóðu fyrir námskeiði í boðasmíði um nýliðna helgi. Góð þátttaka var á námskeiðnu og voru allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Kennari á námskeiðinu var Eric Zehmke en hann er höfðingi víkingahóps á Ulfsborg á Sjálandi. Bogarnir sem smíðaðir voru á námskeiðinu voru gerðir úr nýhöggnum hesliviði, mældir út eftir því hvernig lá í viðnum; höggnir til, tálgaðir og pússaðir. Að sjálfsögðu var allt unnið með handverkfærum. Strengurinn í bogann var síðan snúinn úr hörþræði og borið á hann bývax. Svansfjarðir voru síðan festar á örvarnar. Eric hefur áður kennt á námskeiði á Þingeyri, en þá í skógerð á tímum víkinga.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31