14.01.2009 - 01:57 | Tilkynning
Þorrablót 2009
Hið árlega þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar verður haldið laugardagskvöldið 24. janúar 2009. Þetta árið verður brugðið út af vananum og verður gestum boðið upp á að velja sér rétti af hlaðborði. Á hlaðborðinu verður hinn hefðbundni íslenski þorramatur. Ekki er búið að breyta öllum venjum og verða skemmtiatriði á sínum stað ásamt happdrættinu. Veglegir vinningar í boði. Að borðhaldi loknu verður stiginn dans, Þórunn og Halli sjá um fjörið!!
Meira
Gengið verður í hús föstudagskvöldið 16. janúar til að kanna áhuga á þátttöku.
...Meira