A A A
16.03.2009 - 01:00 | Tilkynning

Dýrafjarðardagar 2009

Frá Dýrafjarðardögum 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Dýrafjarðardögum 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Kæru Dýrfirðingar, nær og fjær. Mitt í þessum vetrarhörkum leitar hugurinn óneitanlega til hlýrri daga... og hvað er þá það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar sumarið ber á góma? Auðvitað eru það Dýrafjarðardagarnir okkar. Nú leita fyrri nefndarmenn eftir góðum hugmyndum og starfskröftum í formi einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. Nú er markmiðið sett hátt. Sýnum hvað í okkur býr. Allar hugmyndir eru vel þegnar og allir sem vettlingi geta valdið eru hjartanlega velkomnir til starfa. Undirbúningur er að hefjast, spýtum í lófana, sýnum krafta samstöðunnar. Hægt er að setja sig í samband við eða senda hugmyndir til Ernu í síma 4568425 eða á netfangið erh9@hi.is.
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30