Dýrafjarðardagar ekki dýrir
Meira
Tvær sýningar verða á fimmtudaginn 2. júlí og tvær á föstudeginum - kl. 20:30 og aftur klukkan 22:00. Tímapantanir eru hjá Rakel í s. 8679438.
Þegar síðustu ábúendur á Hrafnseyri skiluðu af sér staðnum vorið 2005, eftir 40 ára búskap, var tekin sú ákvörðun að leggja af sauðfjárbúskap á jörðinni og fullvirðisréttur hennar, að andvirði sex og hálf milljón króna, seldur. Þegar þetta átti sér stað, var landbúnaður á Íslandi litinn hornauga af mörgum. Og þá voru svokallaðir peningamenn í óða önn að kaupa upp fjöldann allan af bújörðum á landinu sér til gamans. En nú er uppi annar óður og menn líta á landbúnaðinn sem eina af vonarstjörnum í þrengingum þjóðarinnar. Að leggja af búskap á Hrafnseyri voru afdrifarík mistök sem voru þó að vissu leyti skiljanleg miðað við tíðarandann sem ríkjandi var til skamms tíma. En mistök er hægt að leiðrétta. Og nú er lag.