A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
01.07.2009 - 10:19 | bb.is

Dýrafjarðardagar ekki dýrir

Víkingar á Dýrafjarðardögum
Víkingar á Dýrafjarðardögum
Ekki er rukkað á flesta viðburði Dýrafjarðardaga eins og greint er frá í bæklingi sem dreift var í hús og var sagt frá í frétt hér á bb.is í morgun. Í bæklingnum, sem dreift var nýlega í öll hús á svæðinu, er sagt að viðburðir merktir með stjörnum séu innifaldir í miðaverði Dýrafjarðardaga sem er 2.500 krónur fyrir fullorðna. Hins vegar voru margir viðburðir stjörnumerktir sem ekki er krafist gjalds. Aðgangur er ókeypis að þessum viðburðum hátíðarinnar ólíkt því sem sagt er í bæklingnum. Gjaldfrjálst er á svæðið og getur hver sem er fylgst með Vestfjarðavíkingnum, ókeypis aðgangur er að sölutjöldunum enda engin leiga er tekin fyrir sölubásana. Einnig voru stjörnumerktar hinar fjölmörgu listasýningar sem eru í boði á meðan hátíðinni stendur. Ekki er krafist gjalds fyrir aðgang að þeim....
Meira
01.07.2009 - 10:17 | bb.is

Gerir við skriðdreka og fiðlur

Ný viðgerðarþjónusta hefur opnað á Þingeyri en hún sérhæfir sig í viðgerðum á skriðdrekum og fiðlum
Ný viðgerðarþjónusta hefur opnað á Þingeyri en hún sérhæfir sig í viðgerðum á skriðdrekum og fiðlum
Ný viðgerðarþjónusta hefur opnað á Þingeyri en hún sérhæfir sig í viðgerðum á skriðdrekum og fiðlum. Skúli Elíasson, sjómaður frá Þingeyri, segist gera við drekana og strengjahljóðfærið en hann er sem stendur úti á sjó og verður ekki í landi fyrr en 10. júlí. Hvað íslenskir skriðdrekaeigendur gera í millitíðinni er óvíst og ekki líklegt að þeir leggi upp í hringferð um landið á fararskjótunum fyrst að eini skriðdrekavirkinn er úti á sjó, en ekki er ólíklegt að djarfir fjárfestar hafi fest kaup á einum dreka eða svo árið 2007. Íslenskir fiðlusnillingar verða einnig að bíða fram á 10. júlí, vilji þeir fá dýrfirskt handbragð á fiðluna sína....
Meira
30.06.2009 - 10:23 | Tilkynning

Sýningar á Dragedukken

Frá sýningunni
Frá sýningunni
Leikritið Dragedukken verður sýnt í félagsheimilinu á Þingeyri á Dýrafjarðardögum. Það er íþróttafélagið Höfrungur sem sér um sýningar á leikritinu en það tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem kemur til landsins sérstaklega vegna sýninganna.

 

Tvær sýningar verða á fimmtudaginn 2. júlí og tvær á föstudeginum - kl. 20:30 og aftur klukkan 22:00. Tímapantanir eru hjá Rakel í s. 8679438.

30.06.2009 - 10:22 | Tilkynning

Dagskrá grillveislu á Dýrafjarðardögum

Frá grillveislunni 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá grillveislunni 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Dagskrá grillveislunnar sem verður á Víkingasvæðinu laugardagskvöldið 4.júlí:
Byggð + Feðgabandið koma veislugestum í góða skapið með söng og spili.
Línudanssýning, þar sem Perlurnar sýna kántrýtakta af sinni einskæru snilld.
Krýning Vestfjarðarvíkings.
Verðlauna afhending í golfmóti Klofnings sem haldið verður fyrr um daginn á Meðaldalsvelli.
Ingó og Veðurguðirnir fylgja síðan hátíðargestum inn í nóttina og hita upp fyrir dansleik í Félagsheimilinu á Þingeyri.
28.06.2009 - 10:25 | bb.is

Myndlist barna til sýnis

Frá sýningunnni
Frá sýningunnni
Öll leikskólabörn í Ísafjarðarbæ eiga verk á myndlistarsýningu sem opnuð var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í gær. Straumur fólks var á sýninguna og vakti listsköpun barnanna mikla athygli. Sýnining stendur fram á þriðjudag. Leikskólarnir sex í Ísafjarðarbæ; Sólborg, Eyrarskjól, Bakkaskjól, Grænigarður, Tjarnarbær og Laufás halda sameiginlega listsýningu annað hvert ár til móts við íþróttahátíð.
24.06.2009 - 10:26 | bb.is

Leikskólabörn sýna verk sín

Frá myndlistarsýningu leikskólabarna fyrir nokkrum árum.
Frá myndlistarsýningu leikskólabarna fyrir nokkrum árum.
Myndlistasýning leikskólabarna í Ísafjarðarbæ verður opnuð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 10:30 á fimmtudag. Sýning af þessu tagi er haldin annað hvert ár til móts við sameiginlega íþróttahátíð leikskólanna. Öll börnin á sex leikskólum sveitarfélagsins fá færi á að sýna listsköpun sína með þessum hætti. Sýningin stendur til 30. júní og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir.
Hrafnseyri. Mynd: www.hrafnseyri.is
Hrafnseyri. Mynd: www.hrafnseyri.is
Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps var haldinn að Auðkúlu 8.júní 2009 og lagði fram tvær ályktanir. Önnur er sú að félagið varar eindregið við að Íslendingar gangi í Efnahagsbandalagið og skorar á Íslendinga að þjappa sér saman um íslenskar framleiðslugreinar til lands og sjávar. Seinni ályktunin var sú að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að jörðin Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, verði auglýst laus til ábúðar sem allra fyrst.


Þegar síðustu ábúendur á Hrafnseyri skiluðu af sér staðnum vorið 2005, eftir 40 ára búskap, var tekin sú ákvörðun að leggja af sauðfjárbúskap á jörðinni og fullvirðisréttur hennar, að andvirði sex og hálf milljón króna, seldur. Þegar þetta átti sér stað, var landbúnaður á Íslandi litinn hornauga af mörgum. Og þá voru svokallaðir peningamenn í óða önn að kaupa upp fjöldann allan af bújörðum á landinu sér til gamans. En nú er uppi annar óður og menn líta á landbúnaðinn sem eina af vonarstjörnum í þrengingum þjóðarinnar. Að leggja af búskap á Hrafnseyri voru afdrifarík mistök sem voru þó að vissu leyti skiljanleg miðað við tíðarandann sem ríkjandi var til skamms tíma. En mistök er hægt að leiðrétta. Og nú er lag.

...
Meira
23.06.2009 - 10:36 | Tilkynning

Strandblak - námskeið og Vestfjarðamót

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri mun um næstu helgi halda viðamikið og glæsilegt námskeið í strandblaki í samstarfi við strandblak.is. Í beinu framhaldi af námskeiðinu og kennslunni mun verða haldið fyrsta Vestfjarðamótið í strandblaki.
Karl Sigurðsson reyndur leiðbeinandi frá Strandblak.is hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Hann er einn af frumkvöðlum strandblaks á Íslandi og hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í strandblaki erlendis. Við hjá Höfrungi teljum okkur vera virkilega lánssöm að fá Karl vestur til þess að kenna þessa skemmtilegu íþrótt á okkar glæsilegu völlum við íþróttamiðstöðina á Þingeyri. Kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma á svæðið og tjalda á tjaldsvæðinu sem er stutt frá strandblaksvöllunum....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31