A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
23.06.2009 - 10:31 |

Dagskrá Dýrafjarðadaga 2009

Dýrafjarðardagar eru að vanda fyrstu helgina í júlí. Mynd: Davíð Davíðsson
Dýrafjarðardagar eru að vanda fyrstu helgina í júlí. Mynd: Davíð Davíðsson
Það styttist svo sannarlega í hátíðina okkar góðu! Dagskráin hefur tekið á sig nokkuð skýra mynd og er nú orðin að mestu frágengin. Hana má sjá í heild sinni hér að neðan og á heimasíðu Dýrafjarðardaga, http://dyrafjardardagar.wordpress.com/

Það má með sanni segja að hátíðin í ár stefni í að verða fjölmennustu Dýrafjarðardagarnir til þessa. Hvarvetna heyrum við af fólki sem er ákveðið í að leggja leið sína vestur þessa helgi og eiga góðar stundir hér í firðinum.



Við viljum benda áhugasömum sjálfboðaliðum á að setja sig í samband við nefndina ef þeir eiga lausan tíma þessa helgi og vilja leggja okkur lið. Hægt er að hafa samband við Daðeyju Arnborgu s: 867-1699, Ernu s: 663-9833 eða Guðrúnu Snæbjörgu s: 866-4269. Í sömu númerum er hægt að skrá sölubása eða súpugarða Einnig má senda póst á dyrafjardardagar@hotmail.com

...
Meira
Simbahöllin
Simbahöllin
Nýtt kaffihús á Þingeyri, Simbahöllin, var opnað um síðustu helgi. Wouter Van Hoeymissen er eigandi Simbahallarinnar en hann hefur jafnframt unnið sjálfur að endurbótum á húsinu síðustu 3 ár. Til stendur að þarna verði eins konar menningarhús þar sem tónleikar, ljóðalestur og myndlistasýningar fara fram en fyrsta myndlistasýningin verður í tengslum við Dýrafjarðardaga fyrstu helgina í júlí. Formleg opnunarhátíð hefst á föstudag og er dagskráin er sem hér segir:...
Meira
Þingeyri
Þingeyri
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Knattspyrnuskóla Íslands en hann verður haldinn á Þingeyri dagana 8.-12. júlí. Skólinn er ætlaður öllum knattspyrnuiðkendum, strákum og stelpu, á aldrinum 11-17 ára, þ.e. fædd 1992-1998. Markmiðið er að bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum upp á úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu. Í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars. Skólinn verður settur í Grunnskólanum á Þingeyri kl. 14 miðvikudaginn 8. júlí. Kennslan er í höndum reyndra þjálfara og íþróttakennara en skólastjóri er Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari. Knattspyrnuskóli Íslands hafi verið starfræktur í meira en áratug á Sauðárkróki við góðan orðstír....
Meira
15.06.2009 - 10:41 | Tilkynning

Dagskrá 17.júní

Dagskráin er sem hér segir:


9:30 - Gróðursetning á Oddanum.
11:00 - Víðavangshlaup. Mæting er við íþróttahúsið, skráning á staðnum.
20:00 - Söngvakeppni í Félagsheimilinu. Verð er 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir grunnskólabörn en frítt fyrir börn yngri en 6 ára.

...
Meira
13.06.2009 - 10:42 | Tilkynning

Dragedukken á Dýrafjarðardögum

Frá sýningunni
Frá sýningunni
Fjórar sýningar verða á leikverkinu Dragedukken á Þingeyri í tengslum við hátíðina Dýrafjarðardaga í byrjun júlí. Um er að ræða sérstakt verkefni sem tengist Þingeyri og lífinu þar í lok átjándu aldar og í upphafi þeirrar nítjándu. Við sögu kemur meðal annars Andreas Steinbach faktor á Þingeyri, sem samdi tónlist við norska söngleikinn Dragedukken sem frumsýndur hafði verið nokkrum árum áður. Íþróttafélagið Höfrungur sem stendur að sýningunni. Elfar Logi Hannesson er leikstjóri en tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem kemur til landsins sérstaklega vegna sýninganna....
Meira
Frá kassabílarallinu í fyrra. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá kassabílarallinu í fyrra. Mynd: Davíð Davíðsson
Dýrafjarðardaganefnd vill skora á þorpsbúa að skreyta garða sína með einhverju bláu um Dýrafjarðadaga, t.d. með blöðrum, borðum, pokum og fleiru. Blái liturinn verður tákn um allt það skemmtilega sem einkennir hátíðina og Dýrfirðinga.

Nefndin vill einnig minna á að kassabílarallið verður á sínum stað og þeir sem vilja vera með eru hvattir til að fara dusta rykið af bílunum sínum eða jafnvel setja saman nýja.

...
Meira
09.06.2009 - 10:47 | JÓH

Víkingaskipið Vésteinn sjósett

Vésteini ýtt úr vör. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Vésteini ýtt úr vör. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Víkingar á Þingeyri eru þessa dagana að undirbúa sumarstarfið og einn liður í því er að ýta víkingaskipinu Vésteini úr vör, en það var gert í fyrrakvöld. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd unnu margar hendur létt verk en skipið mun liggja í Byggðarendabótinni í sumar - tilbúið til siglinga.

 

Dýrafjarðardagar eru á næsta leyti og þá er ætlunin að bjóða upp á siglingar á Vésteini, sem og í allt sumar.

08.06.2009 - 10:49 | JÓH

Þistilfiðrildi á Sandafelli

Þistilfiðrildið á Sandafellinu. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Þistilfiðrildið á Sandafellinu. Mynd: Borgný Gunnarsdóttir
Þistilfiðrildi sást á Sandafelli á laugardaginn. Það var Borgný Gunnarsdóttir sem kom auga á fiðrildið og tók meðfylgjandi mynd. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar kemur fram að þistilfiðrildi hafi margsinnis náð til Íslands og sum þeirra komið svo snemma að þau hafa náð að verpa og geta af sér nýja kynslóð, en veturinn lifi þau ekki af. Þetta árið sáust fiðrildin fyrst í Garðabæ 18.maí og síðan þá hefur sést til þeirra við Reykjanesvirkjun, í Sandgerði og Reykjavík - og nú á Þingeyri.

 

Náttúrufræðistofnun ætlar að fylgjast grannt með komu fiðrildanna og biðja alla þá sem verða þeirra varir að tilkynna um þau til Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á erling@ni.is

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31