A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
10.08.2009 - 12:10 | bb.is

Telja ekki þörf á umhverfismati

Dýrafjörður
Dýrafjörður
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afstöðu sinni vegna sjókvíaeldis Dýrfisks ehf. á regnbogasilungi og eða laxi í Dýrafirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Óskað hafði verið eftir umsögn umhverfisnefndar í tilefni af kæru Landssambands veiðifélaga til Skipulagsstofnunar fyrir að undanþiggja eldið umhverfismati þar sem um væri að ræða erlendan, innfluttan laxastofn. Umhverfisnefnd segist telja að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 3. viðauka laga nr 106/2000.
10.08.2009 - 12:08 | bb.is

Núpskirkja 70 ára

Núpskirkja var vígð 17. september 1939
Núpskirkja var vígð 17. september 1939
Núpskirkja í Þingeyrarprestakalli fagnar 70 ára afmæli í ár og af því tilefni var haldin hátíðarmessa á laugardag. Núpur er fornt höfuðból og nú skólasetur og kirkjustaður við norðanverðan Dýrafjörð. Kirkjan var byggð úr steinsteypu á árunum 1938-1939 og vígð 17. september 1939. Að því er fram kemur á nat.is sá embætti húsameistara ríkisins um teikningu hennar en allt innandyra var gert samkvæmt teikningum og fyrirsögn séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi. Guðmundur Jónsson, myndskeri frá Mosdal, skar út tákn og letur á prédikunarstólinn, kirkjubekki, gráturnar, söngloftsbrún og hörpu á sönglofti. Gréta og Jón Björnsson máluðu og myndskreyttu kirkjuna.
Dr. Gunni. Mynd: farm4.static.flickr.com.
Dr. Gunni. Mynd: farm4.static.flickr.com.
Neytendafrömuðurinn Dr. Gunni fjallar á skemmtilegan hátt um Vestfirði í færslu á bloggsíðu sinni, en hann eyddi sumarfríi sínu m.a. á Ísafirði. „Sumarfríið var auðvitað allt saman undursamlegt. Til dæmis Gamla bakaríið á Ísafirði. Þar var eigandinn, hin 89 ára gamla Rut, í góðu stuði og gaf mér Napóleonsköku. Þetta er uppáhaldsbakkelsi Ólafs Ragnars Grímssonar og hann kaupir alltaf Napóleonskökur og lætur stundum senda sér í pósti þegar mikið stendur til á Bessastöðum. Þú getur ekki verið minni maður, sagði sú gamla og ég var hjartanlega sammála", segir í færslunni. Hann segir að hann hafi farið í göngur víða um svæðið. Þá hrósar hann nýopnuðu kaffihúsi á Þingeyri og matsölustað í Súðavík. „Í elsta húsi bæjarins eru nokkrir Belgar búnir að opna kaffihús sem þeir kalla Simbahöllina. Belgarnir fengu húsið nánast gefið og hafa nú gert það allt upp. Þarna fæst eðalkaffi og belgískustu vöfflur á Íslandi. Mjög góðar og alveg möst að tékka á þessu ef fólk er á svæðinu. Dænerinn Amma Habbý á Súðavík er snilld sem fyrr. Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur torgað einum sjeik og borgara þar."...
Meira
10.08.2009 - 12:04 | bb.is

Fjölmenni í aldarafmæli Skrúðs

Garðurinn skartaði sínu fegursta.
Garðurinn skartaði sínu fegursta.
Fjölmenni var viðstatt aldarafmæli skrúðgarðsins Skrúðs í Dýrafirði á laugardag. „Á fjórða hundrað manns tók þátt í hátíðahöldunum sem fóru fram í stilltu og kyrru veðri. Athöfnin tókst þokkalega og ég held að fólk hafi notið veðursins sem og garðsins sjálfs sem hefur verið snyrtur og lagaður í sumar og skartar núna sínu fegursta", segir Brynjólfur Jónsson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs. Meðal gesta var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Boðið var upp á tónlistaratriði og Elfar Logi Hannesson birtist í gervi séra Sigtryggs Guðlaugssonar stofnanda garðsins og flutti leikþátt. Að athöfn lokinni var boðið upp á fiskisúpu og kvenfélagskonur frá Þingeyri bökuðu vöfflur í gríð og erg og höfðu varla undan....
Meira
Horft frá Dynjandisheiði ofan í Arnarfjörð. © Mats Wibe Lund.
Horft frá Dynjandisheiði ofan í Arnarfjörð. © Mats Wibe Lund.
Samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að hefja undirbúning við nýjan veg um Dynjandisheiði. Hópurinn á að hefja störf með haustinu. Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði við athöfn í tilefni af 50 ára afmæli vegarins á dögunum að hann hefði ákveðið að skipa starfshóp til að hefja undirbúning við verkið. Verkefni hópsins verður að fara yfir athuganir og hugmyndir sem þegar liggja fyrir og standa jafnframt fyrir nauðsynlegum viðbótar rannsóknum og úttektum til að unnt verði að leggja fram tillögur um gerð og legu vegarins. Yrði þar gert ráð fyrir varanlegu og heilsárs vegarsambandi....
Meira
06.08.2009 - 12:14 | Tilkynning

Skrúður 100 ára

Í tilefni 100 ára afmælis Skrúðs, býður Framkvæmdasjóður Skrúðs til afmælishátíðar í garðinum kl 14:00 laugardaginn 8. ágúst.

Dagskráin hefst á nokkrum ávörpum, tónlist og athyglisverðri heimsókn.
Að því loknu er gestum boðið til fiskisúpu í garðinum og kaffiveitinga eins og best gerist.

kl 15:00 og 16:00 er leiðsögn um garðinn undir handleiðslu fagmanns.

Allir velkomnir!
Framkvæmdasjóður Skrúðs
05.08.2009 - 12:19 | bb.is

Brekkugata 13 seld á 3000 krónur

Þingeyri
Þingeyri
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt kauptilboð Guðrúnar J. Guðmundsdóttur og Halldórs I. Guðmundssonar í húseignina að Brekkugötu 13 á Þingeyri en væntanlegir kaupendur hafa hug á því að gera eignina upp. Tilboðsfjárhæðin hljóðar upp á 3.000 krónur en samkvæmt tilboðinu hafa tilboðsaðilar kynnt sér húsnæðið vel og vandlega. Það er fúið á nokkrum stöðum, grunnurinn siginn og þakið lélegt. Ætlunin er að gera húsið upp sem mest í upprunalegri mynd. Segjast tilboðsgjafar, sem eru búsettir í Reykjavík, að þeim er kunnug saga hússins og mun fullt samráð vera haft við Húsafriðunarnefnd um hvernig að framkvæmdum verði staðið. Væntanlegir kaupendur eiga ættir sínar að rekja til Dýrafjarðar og hafa þeir hug á að rækta betur frændgarð sinn þar og dvelja á Þingeyri sem oftast....
Meira
05.08.2009 - 12:17 | bb.is

Skrúður 100 ára

Skrúður í Dýrafirði
Skrúður í Dýrafirði
Skrúður í Dýrafirði á 100 ára afmæli á föstudag en garðurinn er einn elsti skrúðgarður Íslands. Sérstaða Skrúðs umfram aðra garða er ekki síst tengd tilurð og tilgangi hans en í upphafi var hann hugsaður sem kennslugarður fyrir nemendur á Núpi. Stofnandi Skrúðs, séra Sigtryggur Guðlaugsson, tíundaði mikilvægi ræktunar garðjurta til fæðubótar og heilbrigðis. Segja má að sú hugsun hafi á þeim tíma verið langt á undan samtímanum. Í garðinum eru kjálkabein af einni stærstu steypireyði sem hefur verið fönguð við Ísland, en það var árið árið 1892. Unnið verður að því að koma beinunum til varanlegrar varðveislu og verða yngri bein sett upp í staðinn. „Ísland státar ekki af mörgum almenningsgörðum frá þessum tíma, hvorki stórum né íburðarmiklum. Því er mikilvægt að þeim fáu görðum sem til eru sé vel sinnt, þeir njóti verðugrar umhirðu og sögu þeirra sé gerð skil og henni haldið á lofti", segir í tilkynningu frá stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31