A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Eldiskvíin í Dýrafirði
Eldiskvíin í Dýrafirði
Landssamband veiðifélaga hefur kært þá ákvörðun að leyfa sjókvíeldi í Dýrafirði án þess það fari fyrir umhverfismat. Óskað hefur verið umsagnar Ísafjarðarbæjar í tilefni af framangreindri kæru og að umsögn berist eigi síðar en 20. júlí n.k. Bæjarráð hefur vísað erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. Þá hefur bæjarráð falið bæjarritara að óska eftir lengri fresti til svara. Hefur sambandið varað við stórfelldum áformum um sjókvíaeldi á norskættuðum laxi í Dýrafirði. Á aðalfundi sambandsins í júní s.l. var gagnrýnd sú ákvörðun Skipulagsstofnunar að undanþiggja eldið umhverfismati þar sem um væri að ræða erlendan, innfluttan laxastofn....
Meira
16.07.2009 - 09:58 | bb.is

Mikil aðsókn í hlaupahátíð

Hið árlega Vesturgötuhlaup er nú haldið í fjórða sinn. Í því er hlaupin hin stórbrotna leið fyrir Svalvoga, á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Hið árlega Vesturgötuhlaup er nú haldið í fjórða sinn. Í því er hlaupin hin stórbrotna leið fyrir Svalvoga, á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Mikil aðsókn er í hlaupahátíðina sem haldin verður í Ísafjarðarbæ um helgina en þá verða haldin tvö aðalhlaup ársins í Ísafjarðarbæ, Óshlíðarhlaupið og Vesturgatan svokallaða. Þátttaka hefur gengið mjög vel það sem af er og er mikil stemning meðal ísfirskra hlaupara. „Þetta gengur rosalega vel", segir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda hlaupsins. „Það eru þegar skráðir 104 í Vesturgötuna og rúmlega 70 í 10 kílómetra og 21 kílómetra hlaupin. Það er ennþá fólk að bætast í hópinn og það er mikil tilhlökkun fyrir helginni. Þetta er allt að smella saman." Það sem vekur áhuga er að gríðarlegur áhugi er meðal utanbæjarfólks fyrir hátíðinni en von er á fjölda manns vestur á firði til að taka þátt og þá sérstaklega í Vesturgötuna. Guðbjörg segir það ekki skrítið en hróður þessarar vinsælu hlaupaleiðar eykst sífellt en hlaupið er nú haldið í fjórða sinn....
Meira
15.07.2009 - 10:04 | JÓH

Dynjandisheiði 50 ára

Myndin er fengin að láni frá Facebook síðu Dynjandisheiðarinnar. Mynd: holt
Myndin er fengin að láni frá Facebook síðu Dynjandisheiðarinnar. Mynd: holt
Í ár eru 50 ár liðin síðan vegur um Dynjandisheiði var lagður og vegasamband komst á milli byggðarlaga á Vestfjörðum, og frá Ísafirði til Reykjavíkur. Af þessu tilefni er boðið til hátíðar á heiðinni fimmtudaginn 16. júlí kl. 19 (rétt hjá sýslumörkunum). Dagskrá hátíðarinnar er vönduð og fjölbreytt en Kristján Möller samgönguráðherra mun meðal annars flytja ávarp....
Meira
14.07.2009 - 10:09 | Tilkynning

Frá Dýrafjarðadaganefnd

Frá Dýrafjarðardögum 2009. Mynd: JÓH
Frá Dýrafjarðardögum 2009. Mynd: JÓH
Hinir árlegu Dýrafjarðardagar fóru fram um þarsíðustu helgi og er talið að um 800-900 manns hafi sótt hátíðina. Skipulagsnefnd Dýrafjarðardaga 2009 vill þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum við að gera hátíðina sem glæsilegasta kærlega fyrir, og einnig viljum við þakka öllum gestum okkar fyrir komuna. Armböndin seldust upp, sem er bæði jákvætt og neikvætt. Jákvætt fyrir okkur en neikvætt fyrir þá sem vildu vera með. Yfirleitt hefur verið afgangur af kjöti en það var ekki þetta árið. 200 kg. af kjöti rann ljúft niður í gesti í kvöldsólinni. Grillararnir stóðu sig frábærlega en við höfum tekið á móti mörgum hrósum til þeirra sem hér er nú komið á framfæri. Allt gekk vel og hátíðin stendur undir sér. Dýrafjarðardaganefndin er mjög sátt og þakkar fyrir sig.
14.07.2009 - 10:06 | Tilkynning

Síðasta leikjanámskeið sumarsins hafið

Allir hressir á leikjanámskeiði
Allir hressir á leikjanámskeiði
Í gær hófst þriðja og jafnframt síðasta leikjanámskeið sumarsins. Þeir sem vilja taka þátt geta mætt á skólalóðina á eftirfarandi tímum:


6-8 ára - frá 9:00 - 10:30
9-15 ára - frá 10:30 - 12:00

...
Meira
Horft út fjörðinn á Dýrafjarðardögum í ár. Mynd: JÓH
Horft út fjörðinn á Dýrafjarðardögum í ár. Mynd: JÓH
Eftirfarandi númer unnu til verðlauna á Dýrafjarðardögum:

 

NR: 162 Flugmiði fyrir 2 hjá flugfélagi Íslands.
NR: 37 Gjafabréf í Hafnarbúðinni á Ísafirði.
NR: 73 Gjafabréf í Hafnarbúðinni á Ísafirði.

 

Fyrir hönd Dýrafjarðardaga,
Guðrún Snæbjörg

07.07.2009 - 10:13 | bb.is

Styttist í hestamannamót Storms

Árvisst hestamannamót Storms verður haldið á Söndum í Dýrafirði um komandi helgi.
Árvisst hestamannamót Storms verður haldið á Söndum í Dýrafirði um komandi helgi.
Árvisst hestamannamót Storms verður haldið á Söndum í Dýrafirði á föstudag og laugardag. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem skráðir eru í félög innan Landssamband hestamanna.Keppt verður í A- flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki og gæðingatölti. Að móti loknu á laugardag verður farið í hinn árvissa útreiðartúr en forreiðarsveinn verður Guðmundur Ingvarsson. Allir hestfærir eru velkomnir með. Um kl. 20 hefst grillpartý í reiðhöllinni þar sem allir koma með mat fyrir sig og njóta samverunnar saman. Trúbadorinn og sundgarpurinn Benedikt Sigurðsson heldur uppi stuði með hestamönnum og gestum þeirra og tendraður verður varðeldur. Nánari upplýsingar er að finna á vef Storms.
02.07.2009 - 10:15 | Tilkynning

Dagskrá Dýrafjarðadaga 2009

Frá grillveislunni 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá grillveislunni 2007. Mynd: Davíð Davíðsson
FIMMTUDAGURINN 2. JÚLÍ
Kl. 18:00-21:00 HEIDI STRAND textíllistakona opnar sýningu í Sláturhúsinu á Þingeyrarodda. Allir velkomnir
Kl. 20:30 og 22:00 Dragedukken í uppsetningu Íþróttafélagsins Höfrungs, Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðapantanir í síma: 867 9438 (Rakel). Aðgangseyrir.


FÖSTUDAGURINN 3. JÚLÍ
Kl. 14:00-16:00 Einstök sýning í Haukadal. Opið í hálfan mánuð. Einleikir á Íslandi og Vestfirskir einfarar í myndlist.
Kl. 14:00-18:00 GAGGA SKORDAL fatahönnuður, verður með sölusýningu á ullarfatnaði og fríkuðum húfum í Hallargarðinum - Þingeyri. Allir velkomnir.
Kl. 14:00-18:00 HEIDI STRAND textíllistakona, sýning í Sláturhúsinu á Þingeyrarodda. Allir velkomnir.
Kl. 18:00 Fótboltaleikur Höfrungur - Úrvalslið Ísafjarðar. Allir hvatir til að mæta og hvetja strákana. Allir velkomnir.
Kl. 18:00 Léttir tónleikar með Gumma Hjalta og Elfari Loga í Hallargarðinum. Bandið kallast „MEGA_KUKL". Allir velkomnir.
Kl. 19:30 Setning Dýrafjarðardaga 2009 í Knapaskjóli, Hestamiðstöð Vestfjarða. Þar stígur á stokk söngtríóið „Þrjár raddir" og Beatur. Magnað show. Allir velkomnir.
Kl. 21:00-02:00 Listsýning Guðbjargar Lindar og Hjartar í Simbahöllinni. Allir velkomir.
Kl. 20:30 og 22:00 Dragedukken í uppsetningu Íþróttafélagsins Höfrungs, Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðapantanir í síma: 867 9438 (Rakel). Aðgangseyrir.
Kl. 21:00 Hörputónleikar í Þingeyrarkirkju. Hörpuleikarinn Elísabet Waage leikur á hörpu. Allir velkomnir, frítt.
Kl. 22:00-24:00 *Sundlaugardiskó. Aldurstakmark 12-18 ára.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31