02.11.2009 - 15:08 | BB.is
Séð yfir Borgarfjörð innfjörð Arnarfjarðar. Árnar Mjólká (nær) og Hófsá (fjær) sjást renna til sjávar. Húsaþyrping nálægt Mjólká er Mjólkárvirkjun. Norðanmegin við Hófsá (fjær á myndinni) er land Rauðsstaða. Mynd: Ágúst Guðmundsson.
Undirbúningur jarðgangagerðar milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar miðast við það að hægt verði að bjóða verkið út árið 2010. „Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að göng verði gerð á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á árunum 2011-2014. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir árið 2007, er hún kynnti svonefndar mótvægisaðgerðir vegna minni þorskkvóta, að flýta ætti jarðgangagerðinni þannig að hægt væri að taka göngin í notkun árið 2012. Þessar yfirlýsingar kunna að vera úreltar vegna efnahagsástands, en ákveðið hefur verið að halda áfram með hönnun og undirbúning", segir í frummatsskýrslu um göngin sem Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun til athugunar. „Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja góðar og öruggar samgöngur á Vestfjarðavegi nr. 60 á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Það er skilyrði þess að aðalmarkmiðið náist, sem er heilsárs vegarsamband á milli Barðastrandarsýslna og Ísafjarðarsýslna", segir í skýrslunni....
Meira