19.10.2009 - 15:59 | SFÞ
Lagning háspennukapla á Þingeyri
Undanfarnar vikur hefur Orkubú Vestfjarða verið
með menn á sínum snærum við vinnu hér á þingeyri, bæði verktaka og menn
frá eigin fyrirtæki við lagningu nýs háspennustrengs. Ástæða þessa er
að strengurinn sem fyrir er er um það bil 50 ára gamall og því mikil
hætta á bilunum, sem hefur reyndar gerst. Lengd þessa háspennukapals
sem lagður er, er 6 km. langur, en sú vegalend sem grafa þarf er 3 km.
Strengurinn er því lagður tvöfaldur í skurðina og þannig myndar hann
tvöfalt öryggi. Hann er lagður frá aðveitustöð á Skeiði að flest öllum
spennustöðvum á Þingeyri. Hér er því um milljónaframkvæmdir að ræða.
Henry Bæringsson, sem er verkstjóri Orkubús Vestfjarða á svæði 1, segir verkið hafa gengið vonum framar og eru menn mjög ánægðir með verktakana hjá Brautinni sf, sem sér um uppmokstur á skurðum og frágang eftir lagningu strengsins. Einnig hefur veðrið verið óvenju gott veður nú í haust og allir aðrir sem koma að verkinu, bæði verktakar og aðrir starfsmenn unnið sem einn maður. Er lagningu strengs að ljúka þessa dagana og vonir að hægt verði að steypa aftur þær gangstéttir sem rifnar hafa verið upp.
Henry Bæringsson, sem er verkstjóri Orkubús Vestfjarða á svæði 1, segir verkið hafa gengið vonum framar og eru menn mjög ánægðir með verktakana hjá Brautinni sf, sem sér um uppmokstur á skurðum og frágang eftir lagningu strengsins. Einnig hefur veðrið verið óvenju gott veður nú í haust og allir aðrir sem koma að verkinu, bæði verktakar og aðrir starfsmenn unnið sem einn maður. Er lagningu strengs að ljúka þessa dagana og vonir að hægt verði að steypa aftur þær gangstéttir sem rifnar hafa verið upp.