A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
14.10.2009 - 10:00 | BB.is

Tekinn til starfa á Þingeyri

Gunnlaugur Dan Ólafsson. Mynd: skolinn.grindavik.is.
Gunnlaugur Dan Ólafsson. Mynd: skolinn.grindavik.is.
Gunnlaugur Dan Ólafsson hefur tekið til starfa sem skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. „Þetta leggst mjög vel í mig en það er nú ekki komin reynsla á það þar sem ég er nánast á fyrsta degi. Ég er að taka við störfum við sérstakar aðstæður þar sem skólastarf er löngu komið í gang en starfsfólk Skóla- og fjölskylduskrifstofu og kennarar skólans hafa lagt á sig heilmikla vinnu til að skólastarfið gangi sem best“, segir Gunnlaugur.

Aðspurður segist Gunnlaugur ekki hafa nein tengsl við Vestfirði fyrir utan að faðir hans ólst upp í Dýrafirði. „Faðir minn kom til Dýrafjarðar ársgamall og bjó þar til hann var tvítugur. Ætli það séu ekki áhrif frá því uppeldi sem ég fékk frá honum að ég sé kominn hingað nú, en það var alltaf ljómi yfir Dýrafirði í hans huga og hann taldi fjörðinn vera fallegasta staðinn á Íslandi. En ég er hins vegar kominn í alveg nýtt umhverfi.“

Gunnlaugur lét nýlega af störfum skólastjóra Grunnskólans í Grindavík eftir 30 ára starf við skólann.
12.10.2009 - 10:46 | JÓH

Eldiskvíar losnuðu

Eldiskvíin. Mynd: JÓH
Eldiskvíin. Mynd: JÓH
Betur fór en á horfðist þegar tvær eldiskvíar með regnbogasilungi losnuðu í Haukadalsbótinni í Dýrafirði í óveðri aðfaranótt laugardags. Þær slitnuðu ekki frá en drógu ankerin með sér. Þær rak tæpa tvo kílómetra inn fjörðinn og enduðu í innanverðum Sveinseyrarodda. Það er Dýrfiskur sem á kvíarnar. Brynjar Gunnarsson umsjónarmaður telur að um 70 þúsund seiði séu í annarri kvínni og 45 þúsund í hinni. Hvert seiði vegi 200-300 grömm. Ekki sé vitað til þess að þau hafi sloppið á ferðalaginu.

Á vef ruv.is má sjá myndir sem voru teknar af eldiskvínni
Efnið í skjólvegginn stóð við gamla sláturhúsið
Efnið í skjólvegginn stóð við gamla sláturhúsið
Aðfaranótt fimmtudagsins 8.október var efni í skjólvegg stolið frá Friðfinni Sigurðssyni á Þingeyri. Efnið, sem eru 40 spýtur - 4,80 m á lengd, stóð við gamla sláturhúsið á Þingeyrarodda. Búið er að kæra þjófnaðinn til lögreglu en Friðfinnur biður þá sem urðu varir við mannaferðir í kringum gamla sláturhúsið frá miðvikudagskvöldi og fram á fimmtudagsmorguninn vinsamlegast um að hafa samband við sig í síma 8931058.
09.10.2009 - 11:08 | bb.is

Ferðaþjónusta í Dýrafirði eflist

Víkingaskipið Vésteinn var sjósett í sumar og sigldi með ferðamenn um Dýrafjörð.
Víkingaskipið Vésteinn var sjósett í sumar og sigldi með ferðamenn um Dýrafjörð.
Töluverð aukning varð í komum ferðamanna til Dýrafjarðar í sumar. Aðstandendur verkefnisins „Víkingar á Vestfjörðum" og ferðaþjónar á svæðinu tóku höndum saman í byrjun sumar og fóru ýmsar leiðir til að geta boðið ferðafólk velkomið. „Við eigum eftir að fara yfir sumarið en það var töluverður straumur af fólki. Svo tókust Dýrafjarðardagar með eindæmum vel en um 1000 manns sóttu hátíðina", segir Þórhallur Arason hjá Víkingum á Vestfjörðum. Undanfarin ár hefur verið unnið að uppbyggingu víkingasvæðis á Þingeyri auk þess sem ferðaþjónustan hefur eflst....
Meira
09.10.2009 - 11:02 | JÓH

Þingeyrarvefurinn fær nýtt útlit

Nú stendur til að fríska aðeins upp á Þingeyrarvefinn! Snerpa ætlar að sjá um uppsetningu á nýrri síðu fyrir okkur sem verður væntanlega tilbúin eftir einn og hálfan mánuð. Mig langar þess vegna að biðja ykkur sem viljið auglýsa á vefnum að vera í sambandi við mig, annað hvort á netfangið johannaoskh@simnet.is eða í síma 8621841.
Eins ef þið eruð með hugmyndir af einhverju sem þið mynduð vilja sjá meira af (eða minna) á vefnum þá tek ég glöð á móti þeim tillögum
09.10.2009 - 10:56 | bb.is

Besta lambakjöt sem völ er á!

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Guðmundur Helgi og Sigurður Helgasynir, sem starfrækja Hótel Núp í húsnæði gamla héraðsskólans í Dýrafirði, segja lambakjötið að vestan vera það besta sem völ er á hér á landi. „Sérstaða þess felst í því að á Vestfjörðum er lamb villibráð, samanber Villtir Vestfirðir. Nú eru ekki lengur nein sláturhús á Vestfjörðum. Lömbin þarf að flytja á bílum úr Dýrafirði allt norður í Skagafjörð, skelfileg meðferð á blessuðum skepnunum, slátra þeim þar og flytja svo kjötið aftur vestur í Dýrafjörð", segir Guðmundur Helgi í viðtali í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Hann bendir á að munurinn á vestfirsku lömbunum og flestum öðrum er líka sá, að hér vestra fara þau um erfiðari fjöll og heiðar, þar sem víðast annars staðar eru þau að mestu á láglendi eða sléttlendi....
Meira
02.10.2009 - 11:18 | bb.is

Mælt með Gunnlaugi Dan sem skólastjóra

Grunnskólinn á Þingeyri
Grunnskólinn á Þingeyri
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur mælt með því að Gunnlaugur Dan Ólafsson verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 21. september en hann hafði þá verið lengdur um rúman mánuð. Fjórar nýjar umsóknir bárust og voru því alls sjö sem sóttu um starfið. Tekin voru viðtöl við tvo aðila og voru þeir báðir metnir hæfir til starfsins. „Í ljósi menntunar og reynslu Gunnlaugs Dan Ólafssonar, mælir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hann verði ráðinn", segir í fundarbókun. Gunnlaugur lét nýlega af störfum skólastjóra Grunnskólans í Grindavík eftir 30 ára starf við skólann. Gunnlaugur starfaði fyrstu tvö árin sem kennari við skólann uns hann tók við sem skólastjóri.
28.09.2009 - 11:20 | Tilkynning

Allir út að ganga með Léttsveitinni

Myndin tengist ekki Léttsveitinni beint en þarna má sjá Dýrfirðinga á göngu. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Myndin tengist ekki Léttsveitinni beint en þarna má sjá Dýrfirðinga á göngu. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Fámennur gönguhópur sem kallar sig Léttsveitina, hefur á undanförnum misserum sést á göngu, á Þingeyri eða í nágrenni bæjarins og þá yfirleitt vopnaður gönguprikum sínum. Eru meðlimir Léttsveitarinnar ekki í neinum vafa um ágæti þessarar hollu hreyfingar, fyrir bæði líkama og sál, og láta veður litlu skipta. Því vill Léttsveitin fá sem allra flesta , bæði konur og karla á öllum aldri, í lið með sér og koma út að ganga. Við skorum því á alla sem vilja og hafa smá stund aflögu að mæta við íþróttamiðstöðina á Þingeyri kl 16:30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Alla dagana eða einhvern af þeim.
Hvort sem ganga á hægt eða hratt, með eða án göngustafa er þú hjartanlega velkomin í hópinn til okkar. Kostnaður er enginn en ánægjan mikil.

Sjáumst!
Léttsveitin
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31