A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
Gramverslunin hefur fengið sögulegt gildi á núverandi stað.
Gramverslunin hefur fengið sögulegt gildi á núverandi stað.
Stjórn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri telja að Gramverslunin sé best geymd á þeim stað þar sem hún er nú. Bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ höfðu óskast eftir áliti samtakanna á hugsanlegu framtíðarstaðsetningu hússins en til stendur að selja húsið. Telja samtökin að Gramverslun, sem einu sinni hefur verið flutt frá því hún var byggð, hafi öðlast sögulegt gildi á núverandi stað. Stjórninni og ráðgjöfum hennar fannst húsið og saga þess ásamt núverandi staðsetningu þess falla vel að götumyndinni og Salthúsinu sem verið er að reisa við hlið þess. Stjórnin leggur ríka áherslu á að við val á kaupanda verði sérstaklega tekið tillit til þess að starfsemin í húsinu efli bæjarbraginn, jafnvel þótt það verði ekki flutt úr stað. Flutningur hússins, með þeim kostnaði sem því fylgdi, gæti haft þau áhrif að einhverjir af þeim sem boðið hafa í húsið muni falla frá kaupunum, sem myndi fækka þeim valkostum sem fylgja nýtingu hússins og hugnaðist íbúum ef til vill best....
Meira
Grunnskólinn á Þingeyri
Grunnskólinn á Þingeyri
Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri, en umsóknafrestur rann út á fimmtudag. Í samtali við blaðamann fyrir helgi sagði Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrú Ísafjarðarbæjar, að unnið yrði úr umsóknum í dag þar sem að fleiri umsóknir gætu borist um helgina. Enginn er settur starfandi skólastjóri í Grunnskólanum eins og er en Kristín og kennarar skólans hjálpast að. Ekki fékk vefurinn uppgefið nöfn þeirra sem þegar hafa sótt um en munu þau vera gerð opinber þegar allar umsóknir hafa verið skoðaðar.
31.08.2009 - 11:50 | Tilkynning

Lóa litla á Mýrum er að verða sjötug !!!

Beggi og Lóa
Beggi og Lóa
Þann 13. september n.k. verður Elínbjörg Snorradóttir (Lóa á Mýrum) 70 ára. Hún verður fjarverandi á sjálfan afmælisdaginn en mun taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 5. september frá kl. 20.00. Vonandi sjá sem flestir vinir og vandamenn sér fært að mæta. Afmælisgjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en vilji menn endilega láta eitthvað af hendi rakna er bent á Íþróttafélagið Höfrung eða Slysavarnadeildina Dýra sem bæði eru staðsett á Þingeyri.
29.08.2009 - 11:56 | bb.is

Simbahöllin fer í vetrarfrí

Janne við störf í Simbahöllinni.
Janne við störf í Simbahöllinni.
Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri er að fara í vetrarfrí eftir fyrsta opnunar sumarið. „Við höfum fengið fjöldan allan af ferðamönnum til okkar, bæði Íslendinga og útlendinga. Allir hafa verið mjög ánægðir með staðinn og sérstaklega hafa Íslendingar verið ánægðir með finna svona notalegt, gamaldags kaffihús og ekki bara bensínstöðvar á ferðalagi þeirra", segir Janne Kristenssen annar vertinn í Simbahöll. Mikið verður um að vera um helgina sem er jafnframt síðasta opnunarhelgi sumarsins....
Meira
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir hefur verið sett prestur í Þingeyrarprestkalli til 15. janúar. Leysir hún Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarprest af í leyfi hennar. Hildur lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum en hún hefur töluvert unnið í barna og æskulýðsstarfi.
17.08.2009 - 11:58 | bb.is

Laufey Íslandsmeistari í strandblaki

Laufey Björk Sigmundsdóttir (t.v.) og Lilja Jónsdóttir. Mynd: Karl Sigurðsson.
Laufey Björk Sigmundsdóttir (t.v.) og Lilja Jónsdóttir. Mynd: Karl Sigurðsson.
Dýrfirðingurinn Laufey Björk Sigmundsdóttir varð Íslandsmeistari í strandblaki ásamt félaga sínum Lilju Jónsdóttur um helgina, en þær kepptu fyrir hönd HK. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um þennan leik því þær Lilja og Laufey hreinlega kaffærðu andstæðingana með mjög svo þéttum og góðum uppgjöfum, ásamt því að setja boltann oftar á þá staði sem andstæðingarnir voru ekki fyrir. Þær Lilja og Laufey urðu því Íslandsmeistarar 2009 með því að vinna úrslitaleikinn 2-0, en hrinurnar fóru 21-11 og 21-9", segir á strandblak.is. 22 lið voru skráð til leiks á Íslandsmótinu sem fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Var þetta var stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið í greininni....
Meira
Sundlaugin á Þingeyri lokar í þrjá daga vegna orkuskorts
Sundlaugin á Þingeyri lokar í þrjá daga vegna orkuskorts
Sundlaugin á Þingeyri verður lokuð í þrjá daga frá og með 18. ágúst. Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 21. ágúst. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ segir að sundlaugin verði lokað „af óviðráðanlegum orsökum." Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónarmaður eigna hjá Ísafjarðarbæ sagði að lokunin væri vegna orkuskorts. „Þetta er árlegur viðburður yfirleitt í ágúst því Orkustofnun tekur Vesturlínu út einu sinni á ári vegna viðhalds." Lokunin hefur ekki áhrif á opnunartíma Sundhallarinnar á Ísafirði eða aðrar laugar í rekstri Ísafjarðarbæjar
12.08.2009 - 12:02 | bb.is

Miðbær Þingeyrar skipulagður

Vallargata 1 á Þingeyri.
Vallargata 1 á Þingeyri.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna í miðbæ Þingeyrar. Umhverfisnefnd ályktaði svo eftir að bæjarráð beindi þeirri spurningu til nefndarinnar hvort fyrir lægi afstaða nefndarinnar til þess hvar húsið Vallargata 1 á Þingeyri sé best staðsett til framtíðar en fimm kauptilboð hafa borist í húsið. Tilboðin eru frá Hrafnhildi Skúladóttur upp á 420.000 krónur. Jóhönnu Gunnarsdóttur upp á 520.000 krónur. Sigurði G. Guðjónssyni f.h. óstofnaðs félags upp á 500.000 krónur, frá Sonju Elínu Thompson og Valdimar Elíassyni upp á 500.000 krónur og frá Þorvaldi Jóni Ottóssyni f.h. Rósa ehf. upp á 400.000 krónur. Á fundi bæjarráðs þann 6. júlí síðastliðinn barst tilboð í húsið sem aldrei hafði verið formlega auglýst til sölu. Í kjölfar tilboðsins ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar að auglýsa eignina og rann tilboðsfrestur út 15. júlí s.l.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31