A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Veðurfarslegar aðstæður valda því að ekki er hægt að nýta Þingeyrarflugvöll oftar þegar ófært er á Ísafjörð. „Það er reynt að fljúga á Þingeyri þegar hægt er, en oft er það ekki hægt vegna veðurs“, segir Hermann Halldórsson, starfsmaður Flugstoða á Ísafjarðarflugvelli. Áætlunarflug til Þingeyrar lagðist af árið 1996, og hefur völlurinn verið notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll. Þingeyrarflugvöllur þykir henta vel í suðaustanátt þegar ófært er á Ísafjörð og eins í norðaustlægum áttum. Að sögn Hermanns er þó á mörkunum að hægt sé að fljúga á Þingeyri í austanáttum. Í suðvestan- og vestanáttum er hann talinn óhentugur. „Oft er staðbundið hvernig vindáttirnar breytast. Eins er það umsvifamikið batterí að færa flug milli valla og oft getur veður breyst á þeim tíma sem það tekur“, segir Hermann.

Nýting Þingeyrarflugvallar hefur aukist ár frá ári eftir að hann var opnaður eftir endurbætur ágúst 2006. Á Þingeyri voru flugtök og lendingar 42 talsins á síðasta ári en það sem af er ári hafa flughreyfingar á vellinum verið um 40 talsins. Farþegar um Þingeyrarflugvöll voru 1032 á síðasta ári. Þó var nýtingin mun betri árið 2007 en 2008 en þá fækkaði farþegum um rúmlega 300 milli ára. Að sögn Hermanns stafaði fækkunin af því að veður var oft óhagstætt fyrir flug á þetta árið.

Þingeyrarflugvöllur var vígður af Sturlu Böðvarssyni, þáverandi samgönguráðherra, í ágúst 2006 eftir miklar endurbætur. Heildarkostnaður við framkvæmdina var 182 milljónir króna en Vegagerðin ákvað að greiða 12 milljóna króna kostnað við flutning þjóðvegarins við völlinn. Kostnaður Flugmálastjórnar var 170 milljónir króna. Þar af fóru 105 milljónir króna til verktakans sem sá um framkvæmdina, en annar kostnaður eins og ljósa- og veðurathugunarbúnaður var 35 milljónir króna. Hönnun, eftirlit og námur kostuðu 42 milljónir króna.

thelma@bb.is
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31