A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
25.10.2009 - 15:57 | Tilkynning

Foreldrafjör í Félagsmiðstöðinni

Frá Félagsmiðstöðinni. Mynd: www.felagsmidstod.is
Frá Félagsmiðstöðinni. Mynd: www.felagsmidstod.is
Mánudaginn 26. október n.k. kl. 20-22 verður Foreldrafjör í félagsmiðstöðinni á Þingeyri. Þá er foreldrum - eða eldri systkinum - boðið að mæta með unglingum úr 7.-10. bekk í félagsmiðstöðina og taka þátt í því sem þar fer fram. Þetta kvöld verður skorað á foreldrana í Singstar, Pictionary og billiard. Við hvetjum sem flesta til að mæta!

Félagsmiðstöðin á Þingeyri flutti í nýtt húsnæði í byrjun október s.l. og hafa unglingarnir lokið við að koma sér fyrir. Fjölbreytt dagskrá er í boði og sem dæmi um atburði í Nóvember má nefna stráka-, og stelpukvöld, flugdrekagerð, kvöldvöku með uppistandi nemenda, úthverft kvöld og útileiki. Hægt er að fylgjast nánar með dagskrá allra félagsmiðstöðva í Ísafjarðarbæ á vefnum www.felagsmidstod.is

Kveðja, Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, umsjónarmaður Félagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31