18.06.2010 - 21:03 | JÓH
Prjónum úti á Þingeyri
"Prjónum úti" dagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land á sunnudaginn kemur, 20 júní. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingar prjóna úti en dagurinn er alþjóðlegur og var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 2005. Tilgangurinn með að prjóna úti við á opinberum stað er að sýna almenningi að allir geti prjónað, og einnig vera tækifæri fyrir prjónafólk að hittast. Þingeyringar eru hvattir til að taka þátt í "Prjónum úti" deginum og mæta á Ráðhústorgið, þ.e. grasblettinn fyrir aftan Félagsheimilið, á sunnudaginn kl. 14:00 með prjónana og prjóna úti.
Fjölmennum og höfum gaman saman!
Hægt er að lesa nánar um "Prjónað úti" daginn hér.
Fjölmennum og höfum gaman saman!
Hægt er að lesa nánar um "Prjónað úti" daginn hér.