A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Sú breyting varð gerð var á áætluninni á milli umræðna að Dýrafjarðargöng fengu framlag til undirbúnings upp á 20 milljónir.
Sú breyting varð gerð var á áætluninni á milli umræðna að Dýrafjarðargöng fengu framlag til undirbúnings upp á 20 milljónir.
Samgönguáætlun áranna 2009-2012 hefur verið samþykkt á Alþingi með þeirri breytingu að veitt hefur verið 20 milljóna króna framlag til undirbúnings Dýrafjarðarganga. Samgöngunefnd Alþingis segir í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann." Var ákveðið að veita 20 milljóna króna framlag til undirbúnings fyrir göngin. Nefndin lagði til að 5 milljónir af framlagi til undirbúningsverka utan áætlunar á árinu 2011 og sama fjárhæð á árinu 2012 myndi færast til undirbúnings Dýrafjarðarganga árið 2012. Einnig var lagt til að 5 milljónir af framlagi til sameiginlegs jarðgangakostnaðar á árinu 2011 og sama fjárhæð á árinu 2012 færist til undirbúnings Dýrafjarðarganga árið 2012.

Nefndin vakti athygli á því að vegna bágs efnahagsástands verði ekki hægt að sinna mörgum brýnum samgönguverkefnum eins og þyrfti að gera. „Þannig er ljóst að talsvert vantar upp á að nægt fé sé fyrir hendi til að sinna viðhaldi vega með fullnægjandi hætti. Samkvæmt mati Vegagerðarinnar nægir áætluð fjárveiting til málaflokksins einungis fyrir um 65% af þeirri lágmarksþörf sem miðað er við til að koma í veg fyrir að gæði núverandi vega rýrni hvað burðarþol þeirra og yfirborð varðar. Bent hefur verið á að skortur á slíku viðhaldi kunni að koma niður á flutningsgetu og umferðaröryggi á vegum landsins," segir í nefndaráliti samgöngunefndar.

Nefndin vakti einnig athygli á því að við gerð 12 ára samgönguáætlunar er brýnt að lögð verði aukin áhersla á viðhald vegakerfisins. Þá telur nefndin rétt að taka fram að það sé ákveðið óréttlæti fólgið í því að þau verkefni í samgöngumálum sem flýtt var í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar árið 2007 og enn er ólokið skuli ekki vera í samgönguáætlun 2009-2012. „Þannig hafa byggðir sem stefnt var að því að viðhalda og styrkja með flýtingu samgönguframkvæmda ekki einungis þurft að taka á sig samdráttinn sem almennt hefur orðið í íslensku efnahags- og atvinnulífi, heldur einnig samdrátt vegna skerðingar aflaheimilda í þorskveiði síðustu ár."

Þingsályktun um samgönguáætlunin 2009-2012 var samþykkt frá Alþingi á þriðjudag með 42 atkvæðum gegn tveimur, sex þingmenn sátu hjá en þrettán voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðslu.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31