07.07.2010 - 10:34 | bb.is
Ísafjarðarbær styrkir Von á Þingeyri
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að ganga frá styrkveitingu til Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri, í samræmi við það sem gert hefur verið undanfarin ár vegna aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna. Að þessu sinni verður aðalfundurinn haldinn þann 11. september á Þingeyri. Bréf frá Gunnhildi Elíasdóttur f.h. Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri þar sem óskað var eftir styrk var tekið fyrir á fundi bæjarráðs á föstudag.