A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Kúabingóið vakti mikla lukku en leikurinn byggðist á því hvar kýrin Huppa lét skítinn falla er hún gekk um réttina. Myndir: Davíð Davíðsson
Kúabingóið vakti mikla lukku en leikurinn byggðist á því hvar kýrin Huppa lét skítinn falla er hún gekk um réttina. Myndir: Davíð Davíðsson
« 1 af 3 »
Mikill fjöldi fólks sótti Dýrafjarðardaga sem haldnir voru í níunda sinn um helgina. „Það sótti svipaður fjöldi hátíðina og í fyrra og allt gekk eins og í sögu. Ég er rosalega sátt og það byrjaði ekki að rigna fyrr en hátíðinni lauk," segir Erna Höskuldsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Dagskráin var sett af sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur á föstudag og tók þá við þéttskipuð dagskrá sem lauk á sunnudag. Aðspurð hvað hafi staðið upp úr á hátíðinni segir Erna að erfitt sé að velja úr. „Mér fannst grillveislan á víkingasvæðinu mjög vel heppnuð og kúabingóið við Simbahöllina vakti mikla lukku. Svo voru það þessar fjölmörgu sýningar sem einstaklingar héldu en margir leggja hátíðinni lið svo að dagskráin fari sem best úr garði. Það er það sem gerir hátíðina svo frábæra." Hátíðin einkenndist af tónlist, leiklist, listsýningu og skemmtilegum menningarviðburðum ásamt íþróttaviðburðum. Þá vakti einnig athygli þegar Hjaltalín steig á stokk að hljómsveitarmeðlimir höfðu fengið sér til aðstoðar börn úr Dýrafirði og nágrenni.

Meðal þeirra fjölmörgu viðburða sem voru í boði var strandblakmót á vellinum við íþróttamiðstöðina, ganga um slóðir Gísla Súrssonar undir leiðsögn Þóris Guðmundssonar, bátsferðir með Björgunarsveitinni Dýra, Perlurnar sýndu kántrítakta á víkingasvæðinu og sigling með víkingaskipinu Vésteini.

Að vanda sveif víkingaandinn yfir vötnum á Dýrafjarðardögum. Þar mátti sjá víkinga á vappi meðal annarra hátíðargesta eins og fram kemur á meðfylgjandi myndum.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31