13.07.2010 - 10:30 | bb.is
Alvarlegasta hindrunin í samgöngukerfi landshlutans
„Ákveðin „eyða" sem er í vegakerfinu um Hrafnseyrarheiði, botn Arnarfjarðar og Dynjandisheiði, er líklega alvarlegasta hindrunin í samgöngukerfi landshlutans, segir í skýrslu um mat á mat á samfélagsáhrifum við tilkomu heilsársvegar um Dynjandisheiði sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Vegagerðina. Þar segir að samskipti milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða markast af þessu. „Frá sunnanverðum Vestfjörðum er sjaldan sótt þjónusta til Ísafjarðarsvæðisins en þess í stað er nánast allt sótt suður sem ekki fæst heimafyrir. Það mun líklega taka nokkurn tíma að byggja upp hefð fyrir þjónustusókn milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða eftir að heilsárssamgöngur eru komnar á."