08.01.2018 - 06:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).
Sigurður fæddist á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 en ólst upp á Teigi, sonur Þórarins Stefánssonar, bónda þar, og Snjólaugar Sigurðardóttur.
Eiginkona Sigurðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjólaugu og Sven.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafnarháskóla, fil.kand.-prófi í almennri jarðfræði, bergfræði, landafræði og grasafræði frá Stokkhólmsháskóla, og fil.lic.-prófi í landafræði og doktorsprófi þaðan 1944.
Þórarinn var dósent í landafræði við Stokkhólmsháskóla 1944, vann að rannsóknum á Vatnajökli sumrin 1936-38 og í Þjórsárdal 1939, sinnti rannsóknarstörfum í Svíþjóð og vann við ritstjórn Bonniers Konversationslexikon 1939-45, var kennari við MR 1945-65, prófessor í landafræði og forstöðumaður landafræðideildar háskólans í Stokkhólmi 1950-51 og 1953 og prófessor í jarðfræði og landafræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eldfjallarannsóknir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyrirlestra víða um heim.
...
Meira