HELENA RÁÐIN FRAMKVÆMDASTJÓRI LÝÐHÁSKÓLANS Á FLATEYRI
Stjórn félags um stofnun Lýðháskóla á Flateyri hefur ráðið Helenu Jónsdóttur sálfræðing sem framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri.
Helena hefur undanfarin þrjú ár starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi á vegum samtakanna Læknar án landamæra í Afganistan, Suður Súdan, Egyptalandi og Líbanon. Áður var hún m.a. meðeigandi og starfandi sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, framkvæmdastjóri hjá Glitni og framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi. Helena hefur auk þess starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og PriceWaterhouseCoopers og sinnt rannsóknum og kennslu í sálfræði og markaðsfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hún unnið með ungu fólki í vanda á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins.
Helena lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og Cand.Psych. prófi frá sama skóla árið 2010. Hún varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2006.
...Meira