A A A
  • 1952 - Þórir Örn Guðmundsson
  • 1969 - Alda Agnes Gylfadóttir
  • 1979 - Þórey Sjöfn Sigurðardóttir
18.01.2018 - 22:13 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Arftaki sjómannsins – frestur til að skila inn tillögum um listaverk á Sjávarútvegshúsið framlengdur til 1. febrúar

Sjavarútvegshúsið við Skúlagötu í Reykjavík.
Sjavarútvegshúsið við Skúlagötu í Reykjavík.

Frestur til að senda inn tillögu í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins Skúlagötu 4 hefur verið framlengdur til kl. 16:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2018.


Verkið skal hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Höfundum er frjálst að velja þá efnisútfærslu sem þeir telja henta hugmynd sinni best, en verkið skal hafa endingu í að minnsta kosti þrjú ár. Mikilvægt er að verkið taki tillit til umhverfisins, falli vel að svæðinu og þoli íslenska veðráttu. 


Um samkeppnina gilda samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Þátttaka í samkeppninni er opin öllum skapandi einstaklingum og hópum. Dómnefnd skipuð fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og SÍM mun velja eina af tillögunum sem berast til útfærslu. Vinningstillagan mun hljóta kr. 250.000,- í verðlaun. 

...
Meira
18.01.2018 - 20:03 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

DÝRAFJARÐARGÖNGIN NÁLGAST KÍLÓMETRA AÐ LENGD

Í Dýrafjarðargöngum.
Í Dýrafjarðargöngum.

Í viku 2 -2018- voru grafnir 52,0 metra í Dýrafjarðargöngum sem og 18 metra langt neyðarrými í útskoti C og heildargröftur vikunnar því 70 metrar. Heildarlengd ganganna í lok viku 2 var 902,7 m sem er 17,0% af heildarlengd ganganna.


Lokið var við greftri á neyðarrými í útskoti C og útvíkkun í göngunum vegna útskots C og er snið ganganna aftur orðið venjulegt. Eingöngu var notast við einn bor við gröft á neyðarrýminu en ekki tvo líkt og gert var í útskoti B.


Kargalag er á leið upp í sniði og er komið upp að þekju. Fer að styttast í að allur stafninn verði úr basalti.


Öllu efni úr göngunum er keyrt í vegfyllingu og er verið að lengja og hækka veginn. Einnig er byrjað að vinna við bráðabirgðaveg framhjá brúnni við Hófsá vegna endurnýjunar á brúnni þar.

...
Meira
18.01.2018 - 06:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið Vestfirðingur,Björn Ingi Bjarnason

Úr bókinni 100 Vestfirskar gamansögur: - Baktal

Guðbjartur Jónsson. Ljósm.: BIB
Guðbjartur Jónsson. Ljósm.: BIB
« 1 af 6 »
Á meðan Guðbjartur vagnstjóri Jónsson rak Vagninn á Flateyri, seldi hann mat kostgöngurum jafnt sem gestum og gangandi.

Sumar eitt kom burtfluttur Flateyringur, Grétar Snær Hjartarson, inn á Vagninn laust eftir hádegið og var Guðbjartur þá að taka til eftir matinn. Grétar segir við Guðbjart að hann hafi heyrt að fólki líki mjög vel maturinn hjá honum.

Guðbjartur svarar: Já, ég hef heyrt þetta líka, enda spyrjum við fólk alltaf hvernig því líkar maturinn. Það er miklu betra að fá þetta í bakið strax. Grétar segir þá: Já, heldur en framan í sig eínhvern tíma seinna. Já, það er nefnilega einmitt það, sko!...
Meira
17.01.2018 - 21:28 | Vestfirska forlagið,Menntaskólinn á Ísafirði,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

FJARNÁM MÍ - MÖGULEIKAR Á AUKNU NÁMSFRAMBOÐI

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
« 1 af 2 »
Vaxandi þáttur í starfsemi Menntaskólans á Ísafirði er fjarnám. 

Um og yfir 100 nemendur stunda nú fjarnám við skólann auk þess sem margir nemendur MÍ eru í fjarnámi við aðra skóla. MÍ tekur þátt í samstarfi um fjarnám í gegnum Fjarmenntaskólann.

Fjarmenntaskólinn er samstarfsvettvangur 13 framhaldsskóla á landsbygðinni og er markmið samstarfsins að auka framboð náms á framahaldsskólastigi á starfssvæði skólanna og á landinu öllu. Þetta samstarf gerir það að verkum að nemendum í MÍ býðst að stunda fjarnám í stökum áföngum í einhverjum af samstarfsskólanum sér að kostnaðarlausu. Með þessu móti hefur skólanum tekist að auka við námsframboð sitt...
Meira
17.01.2018 - 06:54 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Styrkur til sendiráða Íslands í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn hvar Sendiráð Íslands er.
Norðurbryggja í Kaupmannahöfn hvar Sendiráð Íslands er.

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að veita 10 millj. kr. framlag af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdar afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín.


Megin áhersla verður lögð á að fagna tímamótunum með dagskrá í þessum tveimur mikilvægu samstarfslöndum Íslands; Danmörku og Þýskalandi. Í fyrra tilvikinu, í ljósi tvíhliða eðlis málsins, munu dönsk stjórnvöld minnast tímamótanna með viðburðum á fræða- og menningarsviðinu, með þátttöku forseta Íslands, auk þess sem Margrét Danadrottning hefur þegið boð forseta Íslands um þátttöku í hátíðarhöldum á Íslandi þann 1. desember 2018. 


Í síðara tilvikinu, Þýskalandi, er um að ræða leiðandi ríki í Evrópu, sem jafnframt er eitt allra mikilvægasta samstarfsríki og viðskiptaland Íslands í heiminum í dag.

...
Meira
16.01.2018 - 21:33 | Vestfirska forlagið,Komedia,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Björn Ingi Bjarnason

Janúarútsala Kómedíuleikhússins

Útsala - Frí heimsending. Allir sem kaupa þrjú eintök fá eitt gjafaeintak að eigin vali
Útsala - Frí heimsending. Allir sem kaupa þrjú eintök fá eitt gjafaeintak að eigin vali

Nýtt ár 2018, ný tækifæri og vel byrjar það. Í janúar verður sérstök útsala á öllum útgefnum verkum Kómedíuleikhússins. Bæði bókum og hljóðbókum. Frí heimsending og verðið er bara kómískt.
Einleikjasaga Íslands er t.d. á 1.500.- krónur en var á 3.499.- kómískar krónur og hin vinsæla barnabók Muggur saga af strák fæst á litlar 1.000.-krónur var áður á 2.499.- krónur. Eigi má gleyma hljóðbókunum okkar en nú er hver að verða síðastur að eignast síðustu eintökin. Já, þær eru allar að verða uppseldar hjá okkur og verða ekki framleiddar aftur. Drakúla fæst t.d. á 1.000.krónur var á 2.999. - krónur og ein af okkar allra vinsælustu hljóðbókum Þjóðsögur á Bolungarvík er á 1.000.- kallinn. Nú er bara að vinda sér í verslun okkar hér á heimasíðunni og gera kaup ársins.


www.komedia.is/verslun_baekur_og_hljodbaekur/


Allir sem kaupa þrjú eintök fá eitt gafaeintak að eigin vali úr verslun okkar.
Pantanir sendist á komedia@komedia.is

...
Meira
16.01.2018 - 07:19 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

Tuttugu og þrjú ár frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík

Súðavík við Álftafjörð í vetrarfeldi áður. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
Súðavík við Álftafjörð í vetrarfeldi áður. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
« 1 af 2 »
Þegar árrisult fólk kveikti á útvarpi að morgni 16. janúar 1995 hljómaði þar sorgartónlist og mátti ljóst vera að eitthvað skelfilegt hefði gerst. Og síðan komu fréttir, fremur óljósar í fyrstu: Snjóflóð hefði fallið á Súðavík, lagt hluta þorpsins í rúst og margir væru látnir. Þegar björgunarstarfi við mjög erfiðar aðstæður lauk var niðurstaðan þessi: Fjórtán manns fórust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Flóðið lenti á tuttugu húsum, en allmargir björguðust ómeiddir. 

Björgunaraðgerðir stóðu yfir dögum saman og barst liðsauki víða að. Þáttur leitarhunda reyndist ómetanlegur. Tíu ára drengur fannst á lífi eftir að hafa verið fastur í rústum undir flóðinu í sólarhring. Síðasta líkið fannst ekki fyrr en 37 klukkutímum eftir að flóðið féll. Þetta var mikil blóðtaka fyrir þorpið litla við Álftafjörð í Djúpi, þar sem á þessum tíma bjuggu um 230 manns....
Meira
16.01.2018 - 06:42 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Orkubú Vestfjarða,Vestfirska forlagið

Metár í orkuvinnslu Orkubúsins

Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.

Vatnsaflsvirkjanir Orkubúsins framleiddu á árinu 2017 rúmlega 95 GWst, sem er met í 40 ára sögu fyrirtækisins. Síðasta ár var samt ekki afgerandi gott vatnsár, heldur er þetta vegna meiri aflgetu, sem felst í nýjum túrbínum. Þetta kemur fram í pistli Sölva Sólbergssonar, framkvæmdastjóra orkusviðs Orkubúsins á vef OV. Sölvi nefnir til dæmis að fyrir rúmu ári lauk uppsetningu á nýrri vél í Mjólká I haustið 2016.


Nú er endurnýjun gömlu vélanna lokið í Mjólká. Mjólká II var endurnýjuð 2011 og Mjólká III, sem var ný virkjun frá grunni, byggð 2010. Meðaltal síðustu 10 ára fyrir 2011 í Mjólká var 61 GWst, en 2017 var framleiðsla virkjunarinnar 73 GWst. Aflið er nú 11,2 MW en var 8,1 MW. Samanburður á framleiðslu fyrri ára segir því ekki alla söguna.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31