Arftaki sjómannsins – frestur til að skila inn tillögum um listaverk á Sjávarútvegshúsið framlengdur til 1. febrúar
Frestur til að senda inn tillögu í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins Skúlagötu 4 hefur verið framlengdur til kl. 16:00 fimmtudaginn 1. febrúar 2018.
Verkið skal hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Höfundum er frjálst að velja þá efnisútfærslu sem þeir telja henta hugmynd sinni best, en verkið skal hafa endingu í að minnsta kosti þrjú ár. Mikilvægt er að verkið taki tillit til umhverfisins, falli vel að svæðinu og þoli íslenska veðráttu.
Um samkeppnina gilda samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Þátttaka í samkeppninni er opin öllum skapandi einstaklingum og hópum. Dómnefnd skipuð fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og SÍM mun velja eina af tillögunum sem berast til útfærslu. Vinningstillagan mun hljóta kr. 250.000,- í verðlaun.
...Meira