A A A
  • 1952 - Þórir Örn Guðmundsson
  • 1969 - Alda Agnes Gylfadóttir
  • 1979 - Þórey Sjöfn Sigurðardóttir
07.01.2018 - 09:55 | Vestfirska forlagið,Orkubú Vestfjarða,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2017

Höfuðstöðvar Orkbús Vestfjarða á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkbús Vestfjarða á Ísafirði.

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2017, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. 


Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.


Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.

...
Meira
07.01.2018 - 08:54 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Byggðasafn Vestfjarða,Björn Ingi Bjarnason

Nýtt kynningarrit - 15 bátar og einn slippur -

Byggðasafn Vestfjarða á 15 skráða báta.
Af þeim eru 12 súðbyrðingar og allir forngripir nema tveir. Nú er svo komið að sjö bátar af 15 eru varðveittir á sjó. Aðrir eru í ferli yfirhalningar og eru þar mislangt komnir. Að auki fóstrar Byggðasafn Vestfjarða tvo merka súðbyrðinga í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Það eru Þór frá Keldu við Mjóafjörð í Djúpi, um hann er fátt vitað og Ögra úr Ögurvíkinni, sexæringur, smíðaður um 1880-1890 af Kristjáni Kristjánssyni bónda og skipasmið í Þúfum í Reykjafjarðarhreppi....
Meira
06.01.2018 - 09:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Mugison fær listamannalaun í heilt ár - Elfar Logi í hálft ár og Vilborg í 9 mánuði

Örn Elías Guðmundsson, - Mugison.
Örn Elías Guðmundsson, - Mugison.
« 1 af 3 »

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er í hópi þeirra tónskálda sem fá listamannalaun í heilt ár. 

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.529. Úthlutun fengu 369 listamenn.

Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2018. Um verktakagreiðslur er að ræða. 


 

...
Meira
06.01.2018 - 08:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

Skúli Thoroddsen (1859 - 1916).
Skúli Thoroddsen (1859 - 1916).

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.


Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.


Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

...
Meira
05.01.2018 - 19:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

ÖLD FRÁ FROSTAVETRINUM MIKLA

Skip og báta inni frusu inni í fimbulkuldanum.
Skip og báta inni frusu inni í fimbulkuldanum.
Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá frostavetrinum mikla. Snemma árs 1918 brast á mesti kuldakafli í manna minnum hér á landi. Mikil harðindi voru þá um allt land og 30 stiga frost víða. Snögg umskipti urðu í veðrinu á Íslandi 5. janúar 1918. Það var góð tíð yfir jól og áramót, en svo gerði skyndilega norðanátt og hörkufrost. Á þrettándanum var víða komið 20 stiga frost og fór kólnandi.

Í blaðinu Vestra á Ísafirði segir frostið þar hafi mest orðið 30 stig þegar leið á janúar, en 36 stig inn til dala, Djúpið hafði lagt á örfáum dögum og var farið frá Hnífsdal til Ögurness á ís og sömuleiðis frá Æðey til Ögurs. Þó var alltaf auð rauf með Snæfellsströndinni....
Meira
05.01.2018 - 18:58 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Edinborgarhúsið,Hallgrímur Sveinsson,Ísafjarðarbær,Komedia,Vestfirska forlagið

ÞRETTÁNDAGLEÐI Í EDINBORGARHÚSINU

Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Þrettándagleði fjölskyldunnar verður haldin í Ediborgarhúsinu á Ísafirði á morgun, laugardaginn 6. janúar 2017, milli klukkan 16 og 18 á laugardag og er í samstarfi Ísafjarðarbæjar, Kómedíuleikhússins, Edinborgarhússins og Nettó. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun; Álfasveitin leikur fyrir dansi og álfadrottning syngur, fulltrúar framtíðarinnar flytja álfa- og þrettándaljóð, hinn bústni og aldni Pottasleikir mætir á svæðið með bróður sínum Hurðaskelli auk þess sem foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði hafa boðað komu sína....
Meira
05.01.2018 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
« 1 af 2 »

• Fundað um lambakjöt á Hellu á laugardag • Boðið í veislu


Markaðsmál sauðfjár­bænda verða í brenni­depli á fundi sem hald­inn verður í íþrótta­hús­inu á Hellu á morg­un, 6. janú­ar. Lamba­kjöt er verðmæt vara er yf­ir­skrift fund­ar­ins sem Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, stend­ur að en marg­ir eru með í mál­inu, svo sem bænd­ur í héraði, IKEA, Kjöt­komp­aníið og Markaðsráð kinda­kjöts. „Við þurf­um að nálg­ast mál­in af bjart­sýni því ef rétt er á mál­um haldið eru mik­il tæki­færi í ís­lensk­um land­búnaði. En það má gera bet­ur á markaðinum, sam­an­ber að nú koma tvær millj­ón­ir ferðamanna til lands­ins á ári en sal­an á lamba­kjöt­inu eykst ekki. Ein­hversstaðar eru ónýtt tæki­færi,“ sagði Ásmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

...
Meira
04.01.2018 - 21:04 | Vestfirska forlagið,Orkubú Vestfjarða,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Orkubú Vestfjarða 40 ára

Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.
Orkubú Vestfjarða tók formlega til starfa þann 1. janúar 1978, en stofnsamningurinn var undirritaður þann 26. ágúst 1977 af vestfirksum sveitarstjórnarmönnum og þáverandi iðnaðarráðherra.  Orkubúið átti því 40 ára starfsafmæli þann 1. janúar 2018.  

Upphaflega var Orkubúið sameignarfélag og eignarhaldið þannig að sveitarfélögin áttu 60% og ríkið 40%, en eignarhluti sveitarfélaganna skiptist innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu.  Sveitarfélögin lögðu inn eignir rafveitna í þeirra eigu ásamt öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns í eigu og sveitarfélaganna, sem stofnfé, en ríkið lagði inn virkjanir og aðrar eignir Rafmagnsveitna ríkisins  á Vestfjörðum á þeim tíma, sem sitt stofnfé.  

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31