Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2017
Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2017, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu.
Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.
Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.
...Meira