A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
08.01.2018 - 20:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Byggðastofnun,Björn Ingi Bjarnason

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri

Bryndís Sigurðardóttir.
Bryndís Sigurðardóttir.

Bryndís Sigurðardóttir á Flateyri hefur fyrir nokkru verið ráðin verkefnisstjóri byggðaeflingarverkefnisins Öxarfjörður í sókn,  sem er eitt af átaksverkefnum Byggðastofnunar í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og íbúa viðkomandi byggðarlaga undir heitinu Brothættar byggðir.

Bryndís var valin, ein kvenna, úr hópi sex umsækjenda.

Hún er Sunnlendingur að uppruna en hefur búið á Flateyri undanfarin ár og tekið virkan þátt í samfélaginu fyrir vestan. Fyrst sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri í fiskvinnslu og fiskeldisfyrirtækjum, síðar í verkefnastjórn hjá Atvinnuþróunarfélaginu og nú síðast sem eigandi og ritstjóri héraðsfréttamiðlanna Bæjarins besta og bb.is .

Fyrri starfsreynsla hennar er á sviði kerfisfræði og innleiðingar tölvukerfa m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, Eimskip og Tölvumyndum/Nýherja. Þá rak hún eigin bókhaldsskrifstofu um tíu ára skeið. Bryndís er með kerfisfræðimenntun frá Danmörku, markaðs- og útflutningsnám frá Endurmenntun Háskóla íslands og  B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Starfsstöð Bryndísar verður á Kópaskeri og hún koma að fullu til starfa í byrjun janúar 2018. 





« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31