A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
27.12.2017 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).
Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).
« 1 af 2 »
Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942 og hefði því orðið 75 ára í gær. For­eldr­ar hans voru hjón­in Kristján Ebenezers­son skip­stjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jó­hanns­dótt­ir, stöðvar­stjóri Pósts og síma á Flat­eyri, f. 1907, d. 2003.

Ein­ar Odd­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um á Núpi í Dýraf­irði og í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Frá ár­inu 1968 starfaði Ein­ar Odd­ur við sjáv­ar­út­veg, fyrst sem einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri hluta­fé­lags­ins Fiskiðjunn­ar Hjálms. Hann var síðar stjórn­ar­formaður hluta­fé­lag­anna Hjálms, Vest­firsks skel­fisks og Kambs.


Ein­ar Odd­ur sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1970-1982, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-1979, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-1990 og formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-1992.

...
Meira
24.12.2017 - 10:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Jólakveðja að vestan

Núpskirkja í Dýrafirði.
Núpskirkja í Dýrafirði.
« 1 af 3 »

Vestfirska forlagið og Þingeyrarvefurinn senda velunnurum sínum hinar bestu jólaóskir og kveðjur. Þökkum kærlega öll samskiptin á árinu sem er að líða.


Upp með Vestfirði!


Lifið heil.


Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.  

...
Meira
21.12.2017 - 20:47 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Rífandi gangur í Vestfjarða-bókunum!

Rífandi gangur í Vestfjarðabókunum!


Hjá Vestfirska forlaginu er rífandi gangur þessa dagana. Bækurnar að vestan seljast nú eins og heitar lummur. Starfslið forlagsins hefur varla undan að afgreiða pantanir.


   Söluhæsta bókin hjá forlaginu er Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. febrúar 1943. Enda hefur Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson unnið mjög þarft og gott verk með þessari bók um harmsögu Bíldudals.

...
Meira
21.12.2017 - 20:42 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

DÝRAFJARÐARGÖNG: - GÓÐUR GANGUR FYRIR JÓLAFRÍ

Í síðustu viku voru grafnir 70,8 m í Dýrafjarðargöngum. Heildarlengd ganganna í lok viku 50 var 812,0 m sem er 15,3% af heildarlengd ganganna. Grafið var í gegnum þrennskonar efni seinni part vikunnar.
Í vinstri hlið ganganna er berggangur sem hefur fylgt gangamönnum í um 40 m. Neðst í sniðinu er karginn á leiðinni upp og svo þar fyrir ofan er basaltið sem grafið hefur verið í síðustu vikurnar. Sem fyrr þá dropar vatn úr loftinu og veggjum....
Meira
21.12.2017 - 20:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hestamennska í skammdeginu

Miðflokkurinn, með hestinn í fararbroddi, er nú á fullu að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor, eins og bb.is skýrir frá. Af því tilefni er rétt að rifja upp eina söguna í 100 Vestfirskar gamansögur, Rauða kverinu. Þar segir á launfyndinn hátt frá hestamennsku framsóknarmanna í bæjarstjórnarmálum í Ísafjarðarbæ forðum. Íslenski hesturinn kemur sífellt á óvart.


„Sigurður Sveinsson frá Góustöðum í Skutulsfirði, Siggi Sveins, var í meira en hálfa öld einn helsti burðarás Framsóknarflokksins á Ísafirði. Framsóknarflokkurinn átti um þrjátíu ára skeið einn fulltrúa í bæjarstjórninni og oft stóð tæpt með hann.

...
Meira
21.12.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2017

Vetrarsólhvörf eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.


Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.


Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 


Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.


 Klukkan 16:28 eftir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun. Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður.

...
Meira
19.12.2017 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Þröst­ur Sig­tryggs­son - Fæddur 7. júlí 1929 - Dáinn 9. des. 2017 - Minning

Þröstur Sigtryggsson (1929 - 2017).
Þröstur Sigtryggsson (1929 - 2017).
« 1 af 2 »
Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra fædd­ist 7. júlí 1929. Hann lést 9. des­em­ber 2017.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Hjaltlína Mar­grét Guðjóns­dótt­ir, kenn­ari og hús­freyja, frá Brekku á Ingj­aldssandi, f. 4.7. 1890, d. 30.1. 1981, og séra Sig­trygg­ur Guðlaugs­son, prest­ur og skóla­stjóri á Núpi, frá Þröm í Garðsár­dal, f. 27.9. 1862, d. 3.8. 1959. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur veður­stofu­stjóri, f. 5.11. 1921, d. 14.7. 2005.


Hinn 22.5. 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða, f. 23.9. 1933, d. 25.8. 2013. For­eldr­ar henn­ar voru Bjarn­heiður Jóna Guðmunds­dótt­ir hús­móðir, f. 7.9. 1910, d. 10.8. 1976, og Páll Þor­bjarn­ar­son, skip­stjóri og alþing­ismaður, f. 7.10. 1906, d. 20.2. 1975.
Börn Þrast­ar og Guðrún­ar eru:

...
Meira
18.12.2017 - 16:01 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

Sigurður Bjarnason frá Vigur (1915 - 2012).
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1915 - 2012).
Sigurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 18. desember 1915 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir húsfreyja.

Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts.


Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgunblaðsins.


Sigurður kvæntist Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagnfræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28