Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson
Einar Oddur stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og í Menntaskólanum á Akureyri. Frá árinu 1968 starfaði Einar Oddur við sjávarútveg, fyrst sem einn af stofnendum og framkvæmdastjóri hlutafélagsins Fiskiðjunnar Hjálms. Hann var síðar stjórnarformaður hlutafélaganna Hjálms, Vestfirsks skelfisks og Kambs.
Einar Oddur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970-1982, var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968-1979, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-1990 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990-1992.
...Meira