10.01.2018 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Óveðursdagurinn 9. janúar
9. janúar 1799
Básendaflóðið, mesta sjávarflóð sem sögur fara af, varð um landið suðvestanvert. Þá tók verslunarstaðinn í Básendum (Bátsendum) á Suðurnesjum af með öllu. Stórstreymt var og stormur með ofsaregni og var „sem himinhvelfingin þrykktist niður að jörðunni“, sagði í Minnisverðum tíðindum. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og Grótta breyttist úr nesi eða tanga í eyju. Á annað hundrað skip og bátar skemmdust.
9. janúar 1990
Miklar skemmdir urðu á Stokkseyri, á Eyrarbakka og í Grindavík í einu mesta stormflóði á öldinni. Þúsundir fiska köstuðust á land í Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson