Vasadagbók Verk Vest fyrir 2018 loksins komin!
Þeir félagsmenn sem ekki geta nálgast vasadagbókina á þessum stöðum geta haft samband við skrifstofur félagsins og fengið dagbókina senda til sín í pósti.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga....
Meira
Stefnt er að því að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli samkvæmt áætlun á mánudag, 22. janúar 2018, eftir tveggja mánaða frátafir vegna alvarlegra bilana í aðalvél. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segist fagna því að þessi erfiði tími fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess virðist vera að baki. Hann segir að kostnaður vegna viðgerða nemi tugum milljóna króna.
Í gær átti að ræsa aðalvél Baldurs, í dag á að ljúka stillingum á vélinni og fara í reynslusiglingu um Breiðafjörðinn. Skipið hefur legið í Stykkishólmi síðan bilun kom í ljós í aðalvél að lokinni ferð sunnudaginn 19. nóvember. Meðal annars gáfu legur sig í vélinni og við frekari athugun kom í ljós að sveifarásinn var ónýtur, en nýr sveifarás fékkst í Danmörku þangað sem flogið hafði verið með þann gamla til viðgerðar.
Að sögn Gunnlaugs hefur allsherjar vélarupptekt farið fram í Baldri, en tíminn jafnframt verið notaður til að mála, dúkleggja og skipta um hreinlætistæki á salernum skipsins.
...Bróðir Jakobs var Eysteinn Jónsson, alþingismaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Kona sr. Jakobs var Þóra Einarsdóttir húsfreyja. Börn þeirra: Guðrún Sigríður, hjúkrunarfræðingur og Íransfræðingur; Svava, rithöfundur og alþingismaður.; Jökull, eitt helsta leikritaskáld þjóðarinnar á síðustu öld: dr. Þór, fyrrverandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, og Jón Einar héraðsdómslögmaður.
...Aukaopnu verður í Þingeyrarlaug á laugardag, 20. janúar 2018 og verður hún opin milli klukkan 10 og 16 yfir daginn.
Allir velkomnir.
Ísafjarðarbær.
...