A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
30.05.2011 - 11:44 | JÓH

Söngsveitin Fílharmónía fagnar sumri

Söngsveitin Fílharmónía. Mynd: filharmonia.is
Söngsveitin Fílharmónía. Mynd: filharmonia.is
Söngsveitin Fílharmónía lýkur viðburðaríkum vetri með sumartónleikaröð, í Skálholti og í Áskirkju og leggur svo land undir fót og heldur tvenna tónleika á Vestfjörðum.  Yfirskrift tónleikana er sótt í ljóð Tómasar Guðmundssonar, Enn syngur vornóttin, sem kórinn syngur ásamt öðrum hugljúfum sumarlegum sönglögum, frá Íslandi og Norðurlöndum, meðal annarra Vorið eftir Grieg, fallegan sumarsálm frá Færeyjum og fleiri perlur. Tónleikarnir fyrir vestan eru í Þingeyrarkirkju föstudaginn 3. júní klukkan 20 og í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. júní kl. 17. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Magnús Ragnarsson. Miðaverð er 1500 kr, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Miðar eru seldir við innganginn. 
24.05.2011 - 11:29 |

Skora á foreldra í þríþraut

Keppnin fer fram á túninu fyrir aftan Simbahöllina kl. 20:00 á föstudaginn.
Keppnin fer fram á túninu fyrir aftan Simbahöllina kl. 20:00 á föstudaginn.
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni á Þingeyri hafa ákveðið að skora á foreldra sína og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri í óhefðbundinni þríþraut. Hvert lið er skipað 4 einstaklingum. Keppt verður í sundi, hjólreiðum og hlaupi og skipta liðsmenn með sér hverri grein, en fjórði aðilinn verður dómari yfir öðru liði. Æskilegt væri að foreldrar mynduðu að minnsta kosti eitt lið og starfsfólk G.Þ annað, en ef þátttaka er lítil þá sættum við okkur við sameiginlegt lið. Hinsvegar eru engin takmörk á því hvað liðin eru mörg. Ef áskoruninni verður tekið mun keppnin fara fram föstudagskvöldið 27. maí næstkomandi, klukkan 20:00 á túninu við Simbahöllina......
Meira
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að stöðugildi heimaþjónustu á Þingeyri verði aukið um 7,5% vegna eftirspurnar eftir þjónustunni. Á fundi nefndarinnar var greint frá því að deildarstjóri heimaþjónustunnar gæti hagrætt verkefnum milli starfsmanna svo hægt sé að auka þjónustuna. Á fundi félagsmálanefndar var einnig samþykkt að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.
24.05.2011 - 11:23 | bb.is

„Mjög gaman og lítið stress“

Frá krýningu Ungfrú Vestfjarða. Karen er lengst til vinstri.
Frá krýningu Ungfrú Vestfjarða. Karen er lengst til vinstri.
Stúlkurnar þrjár sem tóku þátt í keppninni um Ungfrú Ísland fyrir hönd Vestfjarða, stóðu sig allar með prýði þótt engin þeirra hafi komist á pall. Aðspurð segir Karen Lind Richardsdóttir frá Þingeyri að mjög lítið stress hafi verið í gangi í sjálfri keppninni. „Þetta var upplifun út af fyrir sig og við græddum hver fyrir sig nýjar vinkonur og reynslu svo segja má að við séum allar sigurvegarar." Hún hafnaði í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Vestfirðir en auk hennar tóku þátt Ingunn Fanney Hauksdóttir sem var kjörin Ungfrú Vestfirðir og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir sem hreppti þriðja sætið, en þær eru báðar frá Ísafirði....
Meira
Stúlkurnar þrjár sem keppa fyrir hönd Vestfirðinga í Ungfrú Ísland; Ingunn Fanney Hauksdóttir, Karen Lind Richardsdóttir og Bylgja Dröfn Magnúsdóttir.
Stúlkurnar þrjár sem keppa fyrir hönd Vestfirðinga í Ungfrú Ísland; Ingunn Fanney Hauksdóttir, Karen Lind Richardsdóttir og Bylgja Dröfn Magnúsdóttir.
Þrjár stúlkur keppa fyrir hönd Vestfjarða í keppninni um Ungfrú Ísland sem fer fram í kvöld. Þær eru Ísfirðingurinn Ingunn Fanney Hauksdóttir sem var kjörin Ungfrú Vestfirðir í mars, Karen Lind Richardsdóttir, 21 árs frá Þingeyri, sem varð í öðru sæti og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir, 19 ára frá Ísafirði, sem hreppti þriðja sætið. Að sögn Ingunnar Fanneyjar er mikil spenna fyrir keppninni. „Það var generalprufa í gær sem heppnaðist mjög vel. Þetta er búið að vera rosalega gaman og það er góður mórall í hópnum." Mikill undirbúningur er að baki svona keppni og hafa keppendur staðið í ströngu við æfingar. „Við erum búnar að vera að æfa á hverju einasta kvöldi í þrjár vikur," segir Ingunn Fanney.

Stúlkurnar koma fram í tískusýningu, á baðfötum og auðvitað í síðkjólum þar sem glæsileikinn skín í gegn. Sýnt verður beint frá keppninni á Skjá einum í opinni dagskrá.

18.05.2011 - 17:09 | Tilkynning

Leiðrétting

Frá Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson
Dýrafjarðardaganefnd 2011 vill koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:
Við viljum vekja athygli á athugasemd sem Daðey Arnborg, formaður íbúasamtakanna Átaks, setti fram við frétt varðandi Dýrafjarðardaga. Það er á misskilningi byggt að erfiðlega hafi gengið að fá heimamenn til að starfa við hátíðina. Þvert á móti hafa allir verið boðnir og búnir til að aðstoða, og má nefna að nefndarmenn í ár sóttust allir eftir að fá að starfa við hátíðina. Nefndin hefur, í samvinnu við íbúasamtökin Átak, velt fyrir sér með hvaða hætti væri hægt að koma upp kerfi sem gengi ár frá ári, varðandi nefndarstörf og skipulag.

Við erum ekki í nokkrum vafa um að Dýrfirðingar taki vel á móti hátíðargestum eins og þeirra er von og vísa, og hlökkum til að sjá sem flesta á dýrðlegum Dýrafjarðardögum!...

...
Meira
17.05.2011 - 21:30 | Tilkynning

Varðandi Dýrafjarðardaga

Frá Dýrafjarðardögum. Mynd: JÓH
Frá Dýrafjarðardögum. Mynd: JÓH
Eins og kunnugt er þá er undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga þetta árið kominn í gang. Síðustu ár hefur því miður gengið erfiðlega að fá einstaklinga til að leggja hátíðinni lið, hvort sem um er að ræða skipulagningu hátíðarinnar eða vinnu á sjálfum Dýrafjarðardögum. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að þessi stórglæsilega hátið okkar Dýrfirðinga heyri liðinni tíð, en hátíðin var einmitt endurvakin árið 2002 eftir nokkurra ára hlé, sökum sama vandamáls. Reynt hefur verið að fá félagasamtök á staðnum til að skipa tvo fulltrúa frá hverju félagi í stjórn hátíðarinnar en það hefur ekki borið árangur......
Meira
17.05.2011 - 21:28 | bb.is

Norrænt sagnaþing að Núpi

Núpur í Dýrafirði.
Núpur í Dýrafirði.
Norrænt sagnaþing verður haldið að Núpi í Dýrafirði í sumar. „Í heila viku í lok júlí ætla norrænir sagnaþulir að sitja saman í vestfirskri náttúrufegurð og ræða um listina að segja sögu. Þetta er í nítjánda sinn sem norrænt sagnaþing er haldið og í annað sinn hér á landi. Núpur í Dýrafirði hentar einkar vel til þessa, á miðju sögusviði Gísla sögu Súrssonar. Þar verða haldin námskeið og sagðar sögur á norrænum tungum og reyndar líka ensku því meðal leiðbeinenda eru reyndir sagnamenn, rithöfundar og leikarar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Bretlandseyjum," segir í tilkynningu.

Sagnalistin hefur fylgt manninum lengi en á undanförnum árum hefur hún notið æ meiri athygli. Það stafar ekki síst af því að menn komust að þeirri niðurstöðu að listin að segja sögu er grunnur allra bókmennta. Íslendingasögurnar eru fyrst og fremst tilraun til að festa á blað þær sögur sem þjóðin hafði verið að segja allt frá landnámi...

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30