Grunnskólanum slitið í dag
Grunnskólanum á Þingeyri verður slitið við hátíðlega athöfn í Þingeyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 2. júní kl. 14:00. Að athöfn lokinni verður kaffisala á vegum Kvenfélagsins í Félagsheimilinu. Jafnframt opnar sýning á verkum nemenda í Grunnskólanum að skólaslitum loknum, og stendur til kl. 18:00. Á sýningunni má sjá muni sem nemendur hafa unnið í verk- og listgreinum í vetur.
Höfrungur fær nýja búninga
Meira
Íbúasamtökin Átak boða til fundar
Vonumst til að sjá sem flesta!
Íbúasamtökin Átak
Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
Mikil gleði á skólamóti að Núpi
Meira
Kærleiksdagar að Núpi
Svokallaðir Kærleiksdagar verða haldnir að Núpi í Dýrafirði dagana 6.- 17. júní. Um er að ræða samkomu ætlaða til mannræktar. Meðal þess sem boðið verður upp á eru fyrirlestrar, nudd, tarotlestur, dáleiðsla, hómópatameðferð, spámiðlun, hláturjóga, orkusviðsmeðferðir og margt fleira. Um 30 hómópatar, heilarar, nuddarar, miðlar og spákonur bjóða fram þjónustu sína og þekkingu, en það eru óvenju margir. „Gott tækifæri til að slaka á og kynnast sjálfum sér og öðrum sem hugsa um heilsuna frá náttúrulegu sjónarmiði. Kærleikur er upplifun." segir í tilkynningu.
Skráning hjá Vigdísi helst í vigdisstein@hotmail.com eða 863 5614.
Deildarmyrkvi á sólu 1. júní
Ef það verður heiður himinn og sólin sést væri gaman fyrir áhugasama að hittast við Sundlaugina á Þingeyri upp úr kl. 21:00 Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða myrkvann fyrir sér á öruggan hátt í gegnum stjörnusjónauka með viðeigandi búnaði.