A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
06.06.2011 - 22:43 | bb.is

Kærleiksdagar á Núpi

Ferðaþjónustan á Núpi Dýrafirði hefur dafnað ört undanfarin ár.
Ferðaþjónustan á Núpi Dýrafirði hefur dafnað ört undanfarin ár.
Um 30 hómópatar, heilarar, nuddarar, miðlar og spákonur verða saman komin á Núpi í Dýrafirði frá deginum í dag til 17. júní þegar svokallaðir Kærleiksdagar fara fram. Kærleiksdagar eru samkoma ætluð til mannræktar og verður ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja rækta sjálfa sig; fyrirlestrar, nudd, tarotlestur, dáleiðsla, hómópatameðferð, spámiðlun, hláturjóga, orkusviðsmeðferðir og margt fleira. „Gott tækifæri til að slaka á og kynnast sjálfum sér og öðrum sem hugsa um heilsuna frá náttúrulegu sjónarmiði. Kærleikur er upplifun," segir í tilkynningu um Kærleiksdagana.
02.06.2011 - 09:02 | JÓH

Grunnskólanum slitið í dag

Skólalóð Grunnskólans á Þingeyri. Mynd: JÓH
Skólalóð Grunnskólans á Þingeyri. Mynd: JÓH

Grunnskólanum á Þingeyri verður slitið við hátíðlega athöfn í Þingeyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 2. júní kl. 14:00. Að athöfn lokinni verður kaffisala á vegum Kvenfélagsins í Félagsheimilinu. Jafnframt opnar sýning á verkum nemenda í Grunnskólanum að skólaslitum loknum, og stendur til kl. 18:00. Á sýningunni má sjá muni sem nemendur hafa unnið í verk- og listgreinum í vetur.

01.06.2011 - 09:43 | JÓH

Höfrungur fær nýja búninga

Íþróttafélagið Höfrungur í nýju búningunum. Myndin er tekin eftir leik Höfrungs í Valitor bikarnum 1.maí. Mynd: Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
Íþróttafélagið Höfrungur í nýju búningunum. Myndin er tekin eftir leik Höfrungs í Valitor bikarnum 1.maí. Mynd: Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
« 1 af 2 »
Síðastliðinn vetur hóf íþróttafélagið Höfrungur fjáröflun til að geta keypt íþróttafatnað fyrir félagsmenn. Helgi Snær Ragnarsson, sem unnið hefur að kaupum íþróttabúninganna fyrir hönd Höfrungs, segir að margir hafi haft ákveðnar skoðanir á litavalinu. Fánalitirnir, auk höfrungsins, eru félagsmerki Höfrungs og þótti við hæfi að hafa búningana í samræmi við það. Því eru búningarnir í svipuðum litum og búningarnir sem félagið átti fyrir, en þeir voru keyptir í kringum 1980......
Meira
01.06.2011 - 09:32 | Tilkynning

Íbúasamtökin Átak boða til fundar

Fundurinn verður í Félagsheimilinu
Fundurinn verður í Félagsheimilinu
Þriðjudaginn 7. júní kl 20:00 verður haldinn fundur á vegum Ísafjarðarbæjar og íbúasamtakanna Átaks í félagsheimilinu á Þingeyri. Fundarefni er deiliskipulag fyrir miðbæ Þingeyrar. Fulltrúar frá Ísafjarðarbæ munu sitja fundinn.

Vonumst til að sjá sem flesta!
Íbúasamtökin Átak

31.05.2011 - 12:17 | JÓH

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Frá reiðnámskeiði á Söndum. Mynd:123.is/stormur
Frá reiðnámskeiði á Söndum. Mynd:123.is/stormur
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga í sumar. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7 - 16 ára og eru fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Farið verður í reiðtúra í nánasta umhverfi Sanda í Dýrafirði en kennt verður í Reiðhöll Hestamannafélagsins Storms og í kennslugerði á Söndum. Skráning á námskeiðin eru hjá Nönnu Björk í s. 895-0711 og á nannabjork@simnet.is en nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Hestamannafélagsins Storms.
31.05.2011 - 11:26 | bb.is

Mikil gleði á skólamóti að Núpi

Fyrrum nemendur, kennarar og starfsfólk Núpsskóla komu saman um helgina. Myndir: Páll Önundarson.
Fyrrum nemendur, kennarar og starfsfólk Núpsskóla komu saman um helgina. Myndir: Páll Önundarson.
« 1 af 3 »
Nemendur, kennarar og starfsmenn Héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði komu saman um helgina á fjörutíu ára skólamóti. „Það var gleði alla helgina, mikil ánægja og hlátur út í gegn. Við rifjuðum upp gamlar sögur og atburði sem gerðust á þessum árum og það var ótrúlegt hvað fólk mundi af sögum og skondnum atburðum," segir Benedikt H. Benediktsson elsti nemandinn og veislustjóri á mótinu. Haldin var minningarathöfn um látna nemendur, starfsmenn og kennara sem sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson fyrrum nemi á Núpi stýrði. „Þetta var táknrænn atburður og mjög hátíðleg stund. 31 er látinn úr þessum árgangi og var kveikt á kertum fyrir alla er nöfn þeirra voru lesin upp," segir Benedikt......
Meira
31.05.2011 - 10:16 | bb.is

Kærleiksdagar að Núpi

Kærleiksdagarnir fara fram á Núpi í Dýrafirði.
Kærleiksdagarnir fara fram á Núpi í Dýrafirði.

Svokallaðir Kærleiksdagar verða haldnir að Núpi í Dýrafirði dagana 6.- 17. júní. Um er að ræða samkomu ætlaða til mannræktar. Meðal þess sem boðið verður upp á eru fyrirlestrar, nudd, tarotlestur, dáleiðsla, hómópatameðferð, spámiðlun, hláturjóga, orkusviðsmeðferðir og margt fleira. Um 30 hómópatar, heilarar, nuddarar, miðlar og spákonur bjóða fram þjónustu sína og þekkingu, en það eru óvenju margir. „Gott tækifæri til að slaka á og kynnast sjálfum sér og öðrum sem hugsa um heilsuna frá náttúrulegu sjónarmiði. Kærleikur er upplifun." segir í tilkynningu.


Skráning hjá Vigdísi helst í vigdisstein@hotmail.com eða 863 5614.

 

30.05.2011 - 12:01 | JS

Deildarmyrkvi á sólu 1. júní

Sólmyrkvi. Mynd: Ágúst H Bjarnason.
Sólmyrkvi. Mynd: Ágúst H Bjarnason.
Deildarmyrkvi á sólu verður miðvikudagskvöldið 1. júní. Hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn.

Ef það verður heiður himinn og sólin sést væri gaman fyrir áhugasama að hittast við Sundlaugina á Þingeyri upp úr kl. 21:00 Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða myrkvann fyrir sér á öruggan hátt í gegnum stjörnusjónauka með viðeigandi búnaði.
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31