A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
24.05.2011 - 11:29 |

Skora á foreldra í þríþraut

Keppnin fer fram á túninu fyrir aftan Simbahöllina kl. 20:00 á föstudaginn.
Keppnin fer fram á túninu fyrir aftan Simbahöllina kl. 20:00 á föstudaginn.
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni á Þingeyri hafa ákveðið að skora á foreldra sína og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri í óhefðbundinni þríþraut. Hvert lið er skipað 4 einstaklingum. Keppt verður í sundi, hjólreiðum og hlaupi og skipta liðsmenn með sér hverri grein, en fjórði aðilinn verður dómari yfir öðru liði. Æskilegt væri að foreldrar mynduðu að minnsta kosti eitt lið og starfsfólk G.Þ annað, en ef þátttaka er lítil þá sættum við okkur við sameiginlegt lið. Hinsvegar eru engin takmörk á því hvað liðin eru mörg. Mikilvægt er að koma í léttum hlífðarfatnaði.

Ef áskoruninni verður tekið mun keppnin fara fram föstudagskvöldið 27. maí næstkomandi, klukkan 20:00 á túninu við Simbahöllina. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja sitt fólk - og umfram allt hafa gaman af. Að keppni lokinni verður farið í ýmsa útileiki og er öllum velkomið að taka þátt í þeim. Ef áskoruninni verður ekki tekið verða samt sem áður útileikir á túninu við Simbahöllina og allir velkomnir.

 

Óskað er eftir svari við þessari áskorun eigi síðar en kl 22:00 fimmtudaginn 26. maí. Áskorunin verður birt á thingeyri.is og væri gaman ef starfsfólk G.Þ og foreldrar myndu svara henni þar.

 

Dýrið - Félagsmiðstöðin á Þingeyri

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31