17.05.2011 - 21:25 | bb.is
Framkvæmdastjóri Vísis: Óvissan hvetur okkur ekki til dáða
Útgerðarfyrirtækið Vísir rekur starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum, á Djúpavogi, Þingeyri, Húsavík og í Grindavík. Starfsmenn eru samtals um 300 og aflaheimildir fyrirtækisins nema um 11.500 þorskígildistonnum. Vísir gerir út fimm beitningarbáta, sem allir hafa verið mikið endurnýjaðir á undanförnum árum. Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis segir ljóst að frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða vegi að samkeppnishæfni sjávarútvegsins, nái þau fram að ganga. „Við skulum ekki gleyma því að samkeppnin á alþjóðlegum mörkuðum er hörð. Með þessum boðuðu frumvörpum er verið að setja greinina í mikla óvissu til lengri tíma. Það er verið að tala um að nýtingarleyfi á kvóta verði upphaflega 15 ár en leyfishafar eigi rétt á viðræðum um framhald á miðju tímabilinu, hvað sem það nú þýðir. Ég er ansi hræddur um að fyrirtækin dragi tiltölulega fljótt úr nauðsynlegum fjárfestingum, sem leiði á endanum til þess að við lendum aftarlega á merinni í hinni alþjóðlegu samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðarbúið."...
Meira
Meira