A A A
  • 1933 - Sigríður Steinþórsdóttir
  • 1985 - Bjarney Halldórsdóttir
  • 1999 - Aron Ingi Sigurðsson
  • 2008 - Una Hjaltadóttir Proppé
Starfsstöð Vísis á Þingeyri.
Starfsstöð Vísis á Þingeyri.
Útgerðarfyrirtækið Vísir rekur starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum, á Djúpavogi, Þingeyri, Húsavík og í Grindavík. Starfsmenn eru samtals um 300 og aflaheimildir fyrirtækisins nema um 11.500 þorskígildistonnum. Vísir gerir út fimm beitningarbáta, sem allir hafa verið mikið endurnýjaðir á undanförnum árum. Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis segir ljóst að frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða vegi að samkeppnishæfni sjávarútvegsins, nái þau fram að ganga. „Við skulum ekki gleyma því að samkeppnin á alþjóðlegum mörkuðum er hörð. Með þessum boðuðu frumvörpum er verið að setja greinina í mikla óvissu til lengri tíma. Það er verið að tala um að nýtingarleyfi á kvóta verði upphaflega 15 ár en leyfishafar eigi rétt á viðræðum um framhald á miðju tímabilinu, hvað sem það nú þýðir. Ég er ansi hræddur um að fyrirtækin dragi tiltölulega fljótt úr nauðsynlegum fjárfestingum, sem leiði á endanum til þess að við lendum aftarlega á merinni í hinni alþjóðlegu samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðarbúið."...
Meira
14.05.2011 - 11:39 | JÓH

Halldórs Högna mót á morgun

Sigurvegarar mótsins í fyrra. Mynd: hsv.is/ivar
Sigurvegarar mótsins í fyrra. Mynd: hsv.is/ivar
Íþróttafélagið Ívar heldur sitt árlega Halldórs Högna mót í boccia í íþróttahúsinu á Þingeyri kl. 11.00 á morgun, sunnudag.  Ívar hefur um árabil staðið fyrir mótinu á vorin í góðri samvinnu við íþróttafélagið Höfrung á Þingeyri. Nýjasta aðildarfélagi HSV er boðið að taka þátt í mótinu. Keppt verður í sveitakeppni um farandbikar sem gefinn var af Halldóri Högna Georgssyni. Ekkert þátttökugjald er á mótinu og allir eru velkomnir!

 

Áhugasömum er einnig bent á að aðalfundur íþróttafélagsins Ívars verður haldinn miðvikudaginn 18. maí kl. 16:30, á Sundhallarloftinu á Ísafirði.

 

12.05.2011 - 21:59 | JÓH

Stjörnuskoðun frá Þingeyri

Tunglið að skríða yfir fjalltoppana.
Tunglið að skríða yfir fjalltoppana.
Jón Sigurðsson, þúsundþjalasmiður á Þingeyri, tók meðfylgjandi mynd af tunglinu þann 10.maí síðastliðinn. Jón er mikill áhugamaður um stjörnuskoðun og hefur meðal annars haldið úti vefsíðu frá árinu 2008 þar sem hann bloggar um stjörnuskoðun frá Þingeyri.
Síða Jóns Sigurðssonar
10.05.2011 - 23:17 | JÓH

Hvanndalsbræður á Dýrafjarðardögum

Hvanndalsbræður. Myndin er af Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Hvanndalsbræður. Myndin er af Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga er nú í fullum gangi enda styttist óðum í hátíðina. Hljómsveitin Hvanndalsbræður hefur staðfest komu sína og munu halda uppi fjörinu á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu og í Félagsheimilinu seinna um kvöldið, en Dýrafjarðardagar verða venju samkvæmt fyrstu helgina í júlí. Fastir liðir eins og súpa í garði, strandblaksmót, hoppukastalar og fleira skemmtilegt eru á dagskránni og er hátíðargestum bent á að fylgjast með Dýrafjarðardögum á Facebook, og hér á Þingeyrarvefnum. Þemalitur hátíðarinnar í ár verður sá sami og í fyrra, eða limegrænn. Þeir sem vilja koma fram á Dýrafjarðardögum, eða hafa hugmyndir um hvað þeir myndu vilja sjá á hátíðinni er bent á að hafa samband við Ernu á netfangið erh9@hi.is.

La la Lagið með Hvanndalsbræðrum

09.05.2011 - 16:20 | JÓH

Vorhreinsun í gær

Frá Þingeyri í gær.
Frá Þingeyri í gær.
Íbúasamtökin Átak blésu til árlegrar vorhreinsunar á Þingeyri í gær. Það er óhætt að segja að þátttaka hafi verið mjög góð því hvert sem var litið, var fólk að taka til og sinna görðunum sínum. Margir nýttu tækifærið og klipptu trén sín enda sáu Íbúasamtökin um að hirða allan garðaúrgang í lok dags. Í lok hreinsunarátaksins var grillað á Víkingasvæðinu.


05.05.2011 - 12:42 | Tilkynning

Dagur harmonikkunnar

Harmonikkukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson
Harmonikkukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson
Höldum upp á harmonikkudaginn, sunnudaginn 8. maí, í félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikkutónar, fiðlutónar, ásamt aðstoðarhljóðfæraleikurum. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöfflur á vægu verði. Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikkukarlarnir Lóa og Líni.
04.05.2011 - 23:08 | Tilkynning

Fræðsluerindi um ræktun ávaxtatrjáa

Perutré
Perutré
Við minnum á fræðsluerindi Jóns Guðmunssonar, garðyrkjufræðings á Akranesi, um ræktun ávaxtatrjáa við íslenskar aðstæður laugardaginn 7. maí í félagsheimilinu á Þingeyri. Fræðsluerindið hefst kl 16:00 og aðgangseyrir er 2000 kr. - í seðlum. Áhugasömum er bent á að skrá sig í síma 893-1065 eða senda boð á póstfangið: skjolskogar@skjolskogar.is
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
04.05.2011 - 22:47 | Tilkynning

Karlakórinn Ernir í Salnum, Kópavogi

Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag. Tónleikarnir hefst kl. 17:30 og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Stjórnandi kórsins er Beáta Joó og undirleikari er Margrét Gunnarsdóttir. Hægt er að kaupa miða á tónleikana á www.salurinn.is.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30