A A A
  • 1965 - Ragnheiður Halla Ingadóttir
13.06.2011 - 10:57 | JÓH

Leikjanámskeið hefst á morgun

Frá leikjanámskeiði á Þingeyri.
Frá leikjanámskeiði á Þingeyri.
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir leikjanámskeiðum í sumar. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6-13 ára og hefst fyrsta námskeiðið á morgun. Hvert námskeið er í tíu daga og kostar 3000 krónur, en veittur er systkinaafsláttur. Námskeiðin eru á eftirfarandi tímum:

6-7 ára eru frá kl. 09.00 - 10.30
8-9 ára eru frá kl. 10.30 - 12.00
10-13 ára eru frá kl. 13.00 - 14.30...

...
Meira
11.06.2011 - 11:35 | JÓH

Nýr skjólveggur við sundlaugina

Vinna við skjólvegginn gengur vel. Mynd: JÓH
Vinna við skjólvegginn gengur vel. Mynd: JÓH
Þessa dagana er unnið að því að setja upp skjólvegg við sundlaugina á Þingeyri. Með skjólveggnum verður um það bil 140 fermetra útisvæði afgirt svo að sundlaugargestir geta trítlað út fyrir og notið veðurblíðunnar. Skjólveggurinn er hluti af stærri framkvæmd en áætlað er að stækka útisvæðið og koma fyrir heitum potti seinna meir. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní.
11.06.2011 - 09:20 | bb.is

Selja lykt í krukku

Nokkrar af vörum Núpsbræðra.
Nokkrar af vörum Núpsbræðra.
Hótelstjórar Hótel Núps í Dýrafirði fara nýjar leiðir að nýta og selja afurðir úr heimahéraði. Nýjasta varan þeirra er lykt frá ýmsum stöðum í firðinum fagra sem fólk getur keypt í krukkum. „Við erum nú þegar búnir að fara í fjósið á Gemlufalli og fylla krukkur af lykt. Eins fórum við í eyðibýlin á Arnarnesi og á Ingjaldssandsheiði," segir Sigurður. Krukkurnar eru nýfarnar í sölu og þó svo að enginn hafi fjárfest í þeim enn vekur hugmyndin mikla lukku. „Flestum sem hafa séð þetta finnst þetta vera fáránleg en mjög fyndin hugmynd. Það hafa bara verið heimamenn á Núpi frá því að þetta var boðið til sölu, sem eru ekki helsti markhópurinn okkar, það eru líklegast frekar útlendingar sem vilja taka með sér lykt frá Íslandi," segir Sigurður Arnfjörð Helgason......
Meira
10.06.2011 - 22:34 | JÓH

Sumaropnun í Simbahöllinni

Simbahöllin. Mynd: JÓH
Simbahöllin. Mynd: JÓH
Simbahöllin hefur opnað fyrir sumarið og er nú opin daglega milli kl. 12 og 18. Frá og með 20. júní verður hins vegar opnunartíminn lengdur og Simbahöllin verður opin frá kl. 10 - 22 alla daga. Að vanda verður hægt að fá belgískar vöfflur og fleira góðgæti en með lengdum opnunartíma verður auk þess boðið upp á lambarétt að hætti Marokkóbúa á kvöldin. Hægt er að fylgjast með viðburðum Simbahallarinnar á Facebook með því að smella á logo fyrirtækisins hér á Þingeyrarvefnum.
10.06.2011 - 18:19 | JÓH

Ný hestaleiga opnar í Dýrafirði

West Horses bjóða bæði upp á hesta- og hjólaferðir.
West Horses bjóða bæði upp á hesta- og hjólaferðir.
« 1 af 2 »
Ný hestaleiga í eigu hjónanna í Simbahöllinni, Wouters Van Hoeymissen og Janne Kristiensen, hefur tekið til starfa á Söndum í Dýrafirði. Hestaleigan hefur fengið nafnið West Horses og er áætlað að hún verði starfrækt allt árið um kring. Í sumar verður boðið upp á ferðir daglega, bæði tveggja og fjögurra tíma reiðtúra og einnig tveggja daga reiðtúra fyrir nes yfir í Arnarfjörð. Þá er einnig hægt að leiga fjallahjól í Simbahöllinni en nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag má finna á Facebook síðu West Horses.
07.06.2011 - 23:21 | JÓH

Bætt aðstaða á Hótel Sandafelli

Nýi veitingasalurinn á Hótel Sandafelli. Myndir: JÓH
Nýi veitingasalurinn á Hótel Sandafelli. Myndir: JÓH
« 1 af 5 »
Nýr veitingasalur var tekinn í notkun á Hótel Sandafelli í síðustu viku. Salurinn er á neðri hæð hótelsins en þar var áður Kaupfélag Dýrfirðinga til húsa. Auk þess er búið að setja nýja glugga á húsnæðið svo gestir hótelsins hafa útsýni yfir höfnina og fjörðinn meðan þeir sitja að snæðingi. Þá er búið að útbúa setustofu fyrir hótelgesti á efri hæðinni ásamt því að bæta við 14. herberginu. Jóhanna Gunnarsdóttir hótelstýra er að vonum ánægð með breytingarnar og er bjartsýn á komandi sumar: „Það er mikið búið að bóka í sumar. Bókanir á vori eru meiri í ár en í fyrra svo að ferðasumarið lofar góðu". Hótelið verður opið alla daga í sumar frá kl. 10:00 - 22:00 og þar er hægt að fá veitingar af maðseðli. Auk þess er morgunverðarhlaðborð alla daga milli kl. 08:30 og 09:30 sem er öllum opið.
07.06.2011 - 22:26 | JÓH

Einstök sýning í Haukadal

Mynd eftir Samúel Jónsson
Mynd eftir Samúel Jónsson
Á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði verður listsýningin Einstök sýning - Listamaðurinn með barnshjartað. Sýningin opnar föstudaginn 1. júlí kl.14 og eftir það verður sýningin opin frá kl.14 - 16 allt til sunnudagsins 24. júlí. Á sýningunni er einstakri myndlist og leiklist gerð skil. Í myndlistinni verða sýndar myndir eftir þrjá vestfirska einfara í íslenskri myndlist. Fyrst ber að nefna Samúel Jónsson í Selárdal sem þekktur er undir viðurrefninu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verður viðamikil sýning á verkum listahjónanna frá Hofi Dýrafirði þeirra Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Jónu Jónsdóttur......
Meira
07.06.2011 - 21:53 | bb.is

Hátíðardagskrá á Hrafnseyri 17. júní

Margir munu leggja leið sína til Hrafnseyrar að fagna þjóðhátíðardeginum á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.
Margir munu leggja leið sína til Hrafnseyrar að fagna þjóðhátíðardeginum á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.
Hátíðardagskrá verður á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní en þá verða 200 ár liðin frá fæðingu frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setur hátíðina kl. 14 og þá mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytja hátíðarræðu. Hátíðarsvæðið verður hins vegar opnað kl. 10 um morguninn og geta gestir gengið milli sölubása og veitingatjalda. Kl. 12.30 leggja Bílddælingar úr höfn á Bíldudal í hópsiglingu á smábátum yfir Arnarfjörðinn. Áætlað er að siglingin taki um klukkustund. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi, predikar í hátíðarmessu í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar......
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31