A A A
  • 1965 - Ragnheiður Halla Ingadóttir
24.06.2011 - 14:04 | bb.is

Vilja hraðbanka á Þingeyri

Landsbankinn er með útibú á Þingeyri eftir að hann sameinaðist SpKef.
Landsbankinn er með útibú á Þingeyri eftir að hann sameinaðist SpKef.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa ítrekað áskorun til Landsbankann um að settur verði upp hraðbanki á Þingeyri. „Eins og kunnugt er þá verða hinir margrómuðu Dýrafjarðardagar haldnir fyrstu helgina í júlí og síðustu ár hafa yfir 700 manns sótt hátíðina. Margt af þessu fólki gengur að því vísu að hér sé hraðbanki og grípur svo í tómt þegar það mætir á staðinn, oft eftir lokun útibúsins hér," segir í áskorun samtakanna til Landsbankans.

Síðustu ár hefur SpKef haft útibúið á Þingeyri opið í tvær klukkustundir á laugardag og sunnudag þegar Dýrafjarðardagar hafa verið haldnir. „Að sjálfsögðu hefur það komið sér vel, en því er ekki að neita að til þess að hafa útibúið opið þarf starfsmenn og þeir eru úr hópi heimamanna. Um leið og þeir eru að bæta þjónustu við ferðamenn og heimafólk missa þeir af ýmsum viðburðum sem þessi frábæra helgi hefur upp á að bjóða," segir í bréfi Átaks til Landsbankans. Þar segir jafnframt að vonað sé að Landsbankinn sjái sér fært að verða við þessari kröfu heimamanna sem allra allra fyrst...

...
Meira
Víkingaskipið Vésteinn rétt fyrir sjósetningu í gær. Mynd: JÓH
Víkingaskipið Vésteinn rétt fyrir sjósetningu í gær. Mynd: JÓH
Víkingaskipið Vésteinn var sjósett í Dýrafirði í gærkvöldi í blíðskaparveðri. Víkingaskipið siglir til Bíldudals snemma í fyrramálið en um helgina fer þar fram bæjarhátíðin Bíldudals grænar. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingaskipið siglir út fyrir Dýrafjörðinn og er áætlað að ferðalagið taki um 5-6 tíma. Valdimar Elíasson, skipstjóri, reiknar með að um 6-8 manns muni fara með Víkingaskipinu og verður ýmist siglt, róið eða notast við vélarafl.  Ef veður leyfir mun Vésteinn koma heim á sunnudagskvöld.
23.06.2011 - 14:08 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2011

Frá grillveislunni á Dýrafjarðardögum í fyrra. Mynd: JÓH
Frá grillveislunni á Dýrafjarðardögum í fyrra. Mynd: JÓH
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga er nú í fullum gangi en aðeins rúm vika er í hátíðina. Dagskráin hefur verið birt hér á Þingeyrarvefnum, með fyrirvara um breytingar, en ekki er ólíklegt að fleiri atriði eigi eftir að bætast við. Að sögn Ernu Höskuldsdóttur, sem er í Dýrafjarðardaganefnd í ár, verður umgjörð hátíðarinnar með svipuðu sniði og fyrri ár: „Grillveislan verður á sínum stað og við fáum marga góða listamenn til að skemmta þar. Svo fáum við prinsessuna og forsetann úr Ballinu á Bessastöðum til að skemmta börnunum en fullorðnir ættu ekki síður að hafa gaman af. Hvanndalsbræður verða í Félagsheimilinu á laugardagskvöldinu og Svavar Knútur í Þingeyrarkirkju á sunnudeginum, svo ég nefni eitthvað. Við erum með fullt af góðum dagskrárliðum. Heimamenn hafa sameinast um að gera hátíðina sem glæsilegasta en það er það sem gerir þessa hátíð svo skemmtilega"......
Meira
23.06.2011 - 08:20 | Tilkynning

Íbúar hvattir til að huga að lóðum sínum

Dýrafjörðurinn í byrjun júní. Mynd:JÓH
Dýrafjörðurinn í byrjun júní. Mynd:JÓH
Nú er sumarið heldur betur gengið í garð og veðurblíðan hefur leikið við okkur Dýrfirðinga undanfarið. Sumarið í sumar er talið verða eitt mesta ferðamannasumar á Vestfjörðum og við viljum auðvitað sýna okkar bestu hliðar. Um leið og íbúasamtökin vilja þakka kærlega fyrir þá viðleitni sem íbúar Þingeyrar sýndu í vorhreinsun sem haldin var fyrir nokkru síðan, viljum við hvetja bæjarbúa til að huga að lóðum sínum, hvort sem er í kringum íbúðarhús eða vinnu-/geymsluskúra......
Meira
Í Gallerí Koltru er hægt að kaupa handverk Dýrfirðinga. Mynd:JÓH
Í Gallerí Koltru er hægt að kaupa handverk Dýrfirðinga. Mynd:JÓH
« 1 af 3 »
Gallerí Koltra og Upplýsingamiðstöðin á Þingeyri hafa fært sig um set og eru nú til húsa í Gamla Kaupfélaginu á Vallargötu 1. Húsið er eitt af elstu verslunarhúsnæðum landsins, reist árið 1874 og hýsti áður Kaupfélag Dýrfirðinga, eða allt þar til nýtt verslunarhúsnæði Kaupfélagsins var byggt árið 1947. Opið verður daglega í Gallerí Koltru og Upplýsingamiðstöðinni í sumar, milli kl. 10 og 18.
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hrafnseyri í sumar, nýr inngangur var reistur og húsið endurnýjað og betrumbætt. Mynd: visir.is
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hrafnseyri í sumar, nýr inngangur var reistur og húsið endurnýjað og betrumbætt. Mynd: visir.is
Umfangsmiklum endurbótum á Hrafnseyri við Arnarfjörð er nú að ljúka, en í þær var ráðist í tilefni af 200 ára afmælisári Jóns Sigurðssonar, sem fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811. Af því tilefni verður blásið til hátíðarsamkomu þar vestra á morgun og opnuð sýning um Jón.

 


Húsið á Hrafnseyri var byggt um 1960 sem prestsetur og skóli. Við úttekt á húsinu kom í ljós að það þarfnaðist verulegs viðhalds við og endurnýja þurfti raflagnir, töflu, frárennsli, lagnir og rotþró. Húsið uppfyllti heldur ekki skilyrði um aðgengi hreyfihamlaðra, brunahönnun og fleira.

...
Meira
16.06.2011 - 13:25 | bb.is

Tvær nýjar bækur um Jón forseta

Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið sendir frá sér þessa dagana tvær bækur um þjóðhetjuna Jón Sigurðsson. Maður sem lánaðist nefnist önnur og inniheldur svolitla umfjöllun af ýmsu tagi handa íslenskri alþýðu um Jón forseta í tilefni tímamóta, í samantekt Hallgríms Sveinssonar. Fjallað er um uppruna og helstu áfanga á æviferli hans. Í tilkynningu segir um bókina: „Umsagnir samtíðarmanna eru áberandi, en ætla verður að þeir geti trútt um talað. Hverja ætti svo sem frekar að kalla til vitnisburðar um þennan óskason Íslands? Ýmislegt annað markvert og jafnvel smálegt, sem vel má rifja upp þessa dagana, ber á góma......
Meira
16.06.2011 - 12:15 | bb.is

Jón Sigurðsson á frímerki

Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun.
Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun.
Íslandspóstur gefur út frímerki með Jóni Sigurðssyni á morgun, 17. júní, í tilefni þess að þann dag verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns. Afmælisnefnd, sem forsætisráðherra skipaði, fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu. Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Efnt til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason......
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31