A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
07.06.2011 - 23:21 | JÓH

Bætt aðstaða á Hótel Sandafelli

Nýi veitingasalurinn á Hótel Sandafelli. Myndir: JÓH
Nýi veitingasalurinn á Hótel Sandafelli. Myndir: JÓH
« 1 af 5 »
Nýr veitingasalur var tekinn í notkun á Hótel Sandafelli í síðustu viku. Salurinn er á neðri hæð hótelsins en þar var áður Kaupfélag Dýrfirðinga til húsa. Auk þess er búið að setja nýja glugga á húsnæðið svo gestir hótelsins hafa útsýni yfir höfnina og fjörðinn meðan þeir sitja að snæðingi. Þá er búið að útbúa setustofu fyrir hótelgesti á efri hæðinni ásamt því að bæta við 14. herberginu. Jóhanna Gunnarsdóttir hótelstýra er að vonum ánægð með breytingarnar og er bjartsýn á komandi sumar: „Það er mikið búið að bóka í sumar. Bókanir á vori eru meiri í ár en í fyrra svo að ferðasumarið lofar góðu". Hótelið verður opið alla daga í sumar frá kl. 10:00 - 22:00 og þar er hægt að fá veitingar af maðseðli. Auk þess er morgunverðarhlaðborð alla daga milli kl. 08:30 og 09:30 sem er öllum opið.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31