05.07.2011 - 10:50 | JÓH
Vel heppnaðir Dýrafjarðardagar að baki
Mikið fjölmenni var á Dýrafjarðardögum um helgina en þetta var í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Erna Höskuldsdóttir, formaður Dýrafjarðardaganefndar, segir að hátíðin hafi heppnast einstaklega vel. "Það var góð mæting og metþátttaka í öllum dagskrárliðum. Veðrið hefur líka alltaf mikið að segja og við vorum heppin í ár". Dagskrá hátíðarinnar var mjög fjölbreytt en meðal þess sem boðið var upp á var fléttunámskeið, listasýningar, gönguferð um Gíslaslóðir, kajak- og bátsferðir, hestaferðir, hoppukastalar og kassabílarallý, svo fátt eitt sé nefnt......
Meira
Meira