A A A
  • 2009 - Þiðrik Fannarsson
05.07.2011 - 10:50 | JÓH

Vel heppnaðir Dýrafjarðardagar að baki

Um 1000 manns sóttu Dýrafjarðardaga í ár. Myndir: JÓH
Um 1000 manns sóttu Dýrafjarðardaga í ár. Myndir: JÓH
« 1 af 6 »
Mikið fjölmenni var á Dýrafjarðardögum um helgina en þetta var í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Erna Höskuldsdóttir, formaður Dýrafjarðardaganefndar, segir að hátíðin hafi heppnast einstaklega vel. "Það var góð mæting og metþátttaka í öllum dagskrárliðum. Veðrið hefur líka alltaf mikið að segja og við vorum heppin í ár". Dagskrá hátíðarinnar var mjög fjölbreytt en meðal þess sem boðið var upp á var fléttunámskeið, listasýningar, gönguferð um Gíslaslóðir, kajak- og bátsferðir, hestaferðir, hoppukastalar og kassabílarallý, svo fátt eitt sé nefnt......
Meira
05.07.2011 - 09:56 | bb.is

Svala og Guðrún hefndu í úrslitum

Verðlaunahafarnir í kvennaflokki á mótinu á Þingeyri um helgina. strandblak.is
Verðlaunahafarnir í kvennaflokki á mótinu á Þingeyri um helgina. strandblak.is
Svala Guðmundsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir fögnuðu sigri eftir hörkukeppni á 3. stigamóti sumarsins í Fanta-mótaröðinni í strandblaki en keppt var á Þingeyri við Dýrafjörð um helgina. Einar Sigurðsson og Guðmundur P. Guðmundsson fögnuðu öruggum sigri í karlaflokki. Þær Svala og Guðrún, sem keppa fyrir Aftureldingu, voru að vinna sitt fyrsta stigamót í sumar en þær urðu í 3. sæti á fyrsta mótinu í Fagralundi og í 2. sæti á Flúðum......
Meira
04.07.2011 - 17:57 | Tilkynning

Myndlistasýning leikskólabarna í Simbahöllinni

Hægt er að sjá verk barna á leikskólanum Laufási í nokkra daga í Simbahöllinni.
Hægt er að sjá verk barna á leikskólanum Laufási í nokkra daga í Simbahöllinni.
Í framhaldi af sameiginlegri myndlistasýningu leikskólabarna Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í síðustu viku, tóku starfsmenn ákvörðun um að leyfa heimafólki og gestum að njóta listaverka barnanna á heimaslóðum. Nú er hægt
að sjá verkin þeirra í nokkra daga í Simbahöllinni.
Veriði velkomin.
03.07.2011 - 23:14 | bb.is

Zurgur frumsýnir Dýra og félaga

Zurgur flytur Dýra og félaga á Víkingasvæðinu á Þingeyri.
Zurgur flytur Dýra og félaga á Víkingasvæðinu á Þingeyri.
Nýtt leikhús, Zurgur, hefur verið stofnað á Þingeyri. Að leikhúsinu koma 10 krakkar á aldrinum 13-16 ára. Leikhúsið er í samstarfi við vinnuskólann, krakkarnir vinna hálfan daginn við að fegra bæinn en hálfan daginn vinna þau við leikhúsið. Krakkarnir ætla að frumsýna nýtt íslenskt leikrit sem nefnist Dýri og félagar í grillveislunni á Dýrafjarðardögum um helgina. Leikritið er 25 mínútna langt og fjallar um Dýra landnámsmann og aðra sem settust að í Dýrafirði. Það er Elfar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu sem samdi leikritið í samstarfi við krakkana. Að sögn Elfars Loga er mikil stemmning í hópnum en þau hafa unnið hörðum höndum við að koma verkinu saman enda byrjuðu þau aðeins að æfa í síðustu viku. „Þingeyringar geta verið stoltir af æskunni sinni", segir hann....
Meira
30.06.2011 - 16:04 | JÓH

Undirbúningur í fullum gangi

Dýrfirðingar eru byrjaðir að skreyta garða sína. Mynd: JÓH
Dýrfirðingar eru byrjaðir að skreyta garða sína. Mynd: JÓH
« 1 af 2 »
Dýrfirðingar hafa í nægu að snúast þessa dagana. Alls staðar er verið að skreyta og gera fínt fyrir Dýrafjarðardaga sem verða haldnir um helgina. Í fyrrakvöld tók slökkviliðið æfingu á bryggjunni og þreif í leiðinni bryggjuna, og hófst vinna við að mála hana í gær. Víða má sjá limegrænar skreytingar í görðum hjá fólki enda er limegrænn litur hátíðarinnar í ár. Samkvæmt vedur.is ætti að vera fínasta veður í Dýrafirðinum um helgina svo það stefnir í ljómandi Dýrafjarðardaga.
30.06.2011 - 00:13 | bb.is

Einstakri list gerð skil

Frá opnun sambærilegrar sýningar á Gíslastöðum í Haukadal í fyrra.
Frá opnun sambærilegrar sýningar á Gíslastöðum í Haukadal í fyrra.
Listasýningin Einstök sýning - Listamaðurinn með barnshjartað verður opnuð á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði á föstudag. Á sýningunni er einstakri myndlist og leiklist gerð skil. Í myndlistinni verða sýndar myndir eftir þrjá vestfirska einfara í íslenskri myndlist. Fyrst ber að nefna Samúel Jónsson í Selárdal sem þekktur er undir viðurrefninu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verður viðamikil sýning á verkum listahjónanna frá Hofi Dýrafirði þeirra Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Jónu Jónsdóttur. Síðast en síst er sérstök sýning um sögu einleikjalistarinnar á Íslandi......
Meira
28.06.2011 - 10:40 | JÓH

Styttist í kassabílarallýið

Hrannar Breki var mála bílinn sinn limegrænan, sem er eimmitt litur Dýrafjarðardaga.
Hrannar Breki var mála bílinn sinn limegrænan, sem er eimmitt litur Dýrafjarðardaga.
« 1 af 2 »
Keppni í kassabílarallý fer fram á Dýrafjarðardögum um næstu helgi, laugardaginn 2. júlí. Kassabílarallýið hefur verið fastur liður í dagskránni frá árinu 2008 enda viðburður sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Krakkar á Þingeyri voru í óðaönn við smíðar í gær og ljóst er að mikil spenna er fyrir keppninni. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en dómnefnd mun einnig verðlauna myndarlegasta bílinn. Keppnin er ætluð börnum á grunnskólaaldri og eru allir hvattir til að mæta með bílinn sinn og taka þátt. Athugið að kassabílarallýið er á laugardeginum í ár, ekki á sunnudeginum eins og verið hefur, og hefst keppnin á frystihúsaplaninu kl. 16:30.
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Þingeyri. Ljósm: © Mats.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa ítrekað mótmæli sín vegna niðurskurðs á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. „Sú þjónusta sem nú er í boði í almenningssamgöngum milli Þingeyrar/Flateyrar og Ísafjarðar er nú þegar í lágmarki og ekki verjandi að draga úr," segir í bréfi samtakanna til bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að frá sameiningu bæjarfélaganna hafi þjónusta sem almenningur þarf að sækja, í auknum mæli flust frá minni byggðum til Ísafjarðar. „Má þar nefna heislugæslu sem nú er í mýflugumynd á Þingeyri/Flateyri og alls ekki í boði að sækja þangað suma þjónustu s.s. blóðprufur, myndatökur og fleira. Verslun er mjög takmörkuð og ýmis þjónusta sem alls ekki er í boði. Öll starfsemi stjórnsýslu er bundin skrifstofum á Ísafirði og ekki alltaf hægt að leysa þau erindi símleiðis."......
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31