11.06.2011 - 11:35 | JÓH
Nýr skjólveggur við sundlaugina
Þessa dagana er unnið að því að setja upp skjólvegg við sundlaugina á Þingeyri. Með skjólveggnum verður um það bil 140 fermetra útisvæði afgirt svo að sundlaugargestir geta trítlað út fyrir og notið veðurblíðunnar. Skjólveggurinn er hluti af stærri framkvæmd en áætlað er að stækka útisvæðið og koma fyrir heitum potti seinna meir. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní.