A A A
  • 2009 - Þiðrik Fannarsson
Góð þátttaka var í skemmtiskokkinu á Þingeyri. Mynd: Gunnar Þórisson
Góð þátttaka var í skemmtiskokkinu á Þingeyri. Mynd: Gunnar Þórisson
« 1 af 2 »
Það er óhætt að segja að líf og fjör hafi verið í Dýrafirði síðustu daga. Fyrir utan nokkur fjölskyldu- og ættarmót í firðinum þá fagnaði Hestamannafélagið Stormur 40 ára afmæli sínu með félagsmóti á Söndum. Þá fór fram skemmtiskokk, hjólreiðakeppni og Vesturgötuhlaup, sem allt eru liðir í Hlaupahátíð á Vestfjörðum, og hlauparar á vegum Friðarhlaupsins útnefndu Þingeyri sem friðarþorp. Allir viðburðir voru vel sóttir enda veður eins og best var á kosið, og til gamans má geta að um 1250 manns hafa sótt sundlaugina á Þingeyri síðustu 7 daga.
19.07.2011 - 23:44 | JÓH

Þingeyri útnefnd friðarþorp

Friðarhlauparar ásamt Dýrfirðingum og fulltrúum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við steininn sem nú er kallaður Gunnars friðarsteinn.
Friðarhlauparar ásamt Dýrfirðingum og fulltrúum bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við steininn sem nú er kallaður Gunnars friðarsteinn.
« 1 af 3 »
Um tuttugu hlauparar á vegum Friðarhlaupsins (World Harmony Run) komu til Þingeyrar í gærmorgun og útnefndu Þingeyri sem fyrsta friðarþorpið á landinu. Af því tilefni fór fram hátíðleg athöfn við Gunnarsstein, rétt fyrir innan Þingeyri, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar veittu viðurkenningunni viðtöku og dætur Gunnars heitins Friðfinnssonar afhjúpuðu skjöld sem aðstandendur Friðarhlaupsins höfðu látið koma fyrir á steininum.

Rúnar Páll Ingólfsson, einn af aðstandendum Friðarhlaupsins, segir að saga Þingeyrar hafi verið ástæðan fyrir útnefningunni. Bærinn sé gamall verslunarstaður sem hafi verið miðstöð margra þjóða, og þar hafi ríkt friður þrátt fyrir ólíkan uppruna fólks. Það hafi því verið við hæfi að minnast friðarins með þessum hætti...
...
Meira
09.07.2011 - 11:15 | JÓH

Stormur fagnar 40 ára afmæli

Frá Stormsmóti. Mynd: 123.is/stormur
Frá Stormsmóti. Mynd: 123.is/stormur
Helgina 15. - 17. júlí fagnar hestamannafélagið Stormur 40 ára afmæli sínu en það var stofnað þann 29. ágúst árið 1971. Fjölbreytt dagskrá hefur verið sett saman í tilefni stórafmælisins en hún hefst á opnu félagsmóti Storms föstudaginn þann 15. júlí. Afmælisveislan fer fram á laugardagskvöldinu, undir stjórn Benna Sig. frá Bolungarvík, og boðið verður upp á grillmat að hætti Guðmundar Helgasonar á Hótel Núpi . Meðal dagskrárliða eru söngur, leikir og afmælishappdrætti þar sem aðalvinningur er folald frá Laugabóli í Arnarfirði. Dagskrá afmælishátíðarinnar má sjá í heild sinni hér:...
Meira
08.07.2011 - 12:47 | JÓH

Tónleikar í Þingeyrarkirkju

3Klassískar og 2Prúðbúnir verða með tónleika í Þingeyrarkirkju 22. júlí
3Klassískar og 2Prúðbúnir verða með tónleika í Þingeyrarkirkju 22. júlí
Söngsveitirnar 3Klassískar og 2Prúðbúnir leggja land undir fót þann 22.júlí með Vorfiðring í farteskinu. Þau bjóða uppá blandaða og skemmtilega dagskrá og fyrir utan gömlu góðu sveitarómantíkina flytja þau seiðandi suðræna tangóa og dillandi ítalska valsa, auk þess sem flugeldum verður skotið á loft. Dagskráin verður flutt í Hólmavíkurkirkju föstudagskvöldið 22. júlí kl 20:00 og sunnudaginn 24. júlí kl. 17:00 í Þingeyrarkirkju.  3Klassískar eru þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir söngkonur, og 2Prúðbúnir eru þeir Bjarni Þór Jónatanssson píanóleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari. Til gamans má geta þess að Björk á föðurætt sína að rekja til Haukadals í Dýrafirði.
Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
07.07.2011 - 11:17 | JÓH

Siglinganámskeið Sæfara á Þingeyri

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á siglinganámskeið á Þingeyri. Mynd: bb.is
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á siglinganámskeið á Þingeyri. Mynd: bb.is
Helgina 9. - 10 júlí ætlar Siglingaklúbburinn Sæfari á Ísafirði að bjóða krökkum á aldrinum 9 - 14 ára upp á siglinganámskeið, með þeim fyrirvara að næg þátttaka fáist. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er í boði á Þingeyri. Krökkunum stendur til boða að læra á kayak, seglbáta og ýmislegt fleira. Einnig verður farið í gönguferð og hjólaferð. Sæfari sér um að útvega klæðnað en þeir sem eiga einhvern sjósportfatnað eru beðnir um að taka hann með sér; Blautbúning, þurrbúning, vindjakka og sundföt svo dæmi sé tekið. Námskeiðið fer fram báða dagana milli kl.10:00 og 15:00 og kostar 7500 kr.
Kennari er Guðni Páll Viktorsson, og fer skráning fram á gudni70@hotmail.com eða í síma 661-6475.

07.07.2011 - 11:03 | visir.is

Skilur vel kröfur Vestfirðinga

Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar.
Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar.
« 1 af 2 »
„Ég skil mjög vel þá kröfu sem Vestfirðingar setja fram um Dýrafjarðargöng og vegabætur á Dynjandisheiði, að ógleymdum vegabótum á Suðurströndunum," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra vegamála. Hann var einmitt á ferðinni yfir Dynjandisheiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Hann sagði að ekki mætti þó gleyma þeim úrbótum sem gerðar hefðu verið á Vestfjörðum undanfarin ár. „Við fórum í gær frá Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og síðan allt Djúpið til Ísafjarðar og þar er vegur mjög góður enda slitlag alls staðar. Öðru máli gegnir um leiðina frá Ísafirði og suður fyrir í Dýrafjörð og Arnarfjörð," segir hann......
Meira
06.07.2011 - 17:51 | bb.is

Vestfjarðavíkingurinn hefst á morgun

Frá keppni í Vestfjarðavíkingnum.
Frá keppni í Vestfjarðavíkingnum.
Keppni í Vestfjarðavíkingnum hefst á morgun. Fyrsti keppnisstaður verður á Hólmavík en einnig verður keppt á Drangsnesi og í Heydal á fimmtudag. Á föstudag halda kapparnir til Súðavíkur, Suðureyrar og Bolungarvíkur. Keppnin heldur áfram á Þingeyri á laugardaginn og henni lýkur á Ísafirði seinna um daginn. Magnús Ver Magnússon mótshaldari segir að ellefu kappar hafi skráð sig til leiks en aðeins einu sinni hafi verið svo margir þátttakendur......
Meira
05.07.2011 - 16:08 | JÓH

Handverkssumarbúðir á Þingeyri

Þjóðbúningakynning á vegum Þjóðbúningafélags Vestfjarðar var í gærkvöldi. Myndir: Halldór Bragason.
Þjóðbúningakynning á vegum Þjóðbúningafélags Vestfjarðar var í gærkvöldi. Myndir: Halldór Bragason.
« 1 af 3 »
Nú standa yfir Norrænar handverkssumarbúðir á Þingeyri á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Þjóðbúningafélags Ísafjarðar. Þetta eru fjölskyldusumarbúðir þar sem boðið er upp á námskeið í handverki fyrir alla aldurshópa. Áætlað er að um 100 manns víðs vegar af Norðurlöndunum séu í Dýrafirði og er fullbókað á flest námskeiðin. Dagskrá handverkssumarbúðanna er ansi viðamikil en meðal annars er hægt að sækja námskeið í jurtalitun, vattasaum, útskurði, eldsmíði og íslenskri matargerð, svo fátt eitt sé nefnt.

Svala Norðdahl, ein af nefndarmönnum Norrænu handverks-sumarbúðanna, segir að reynt hafi verið að nýta sem mest úr byggðarlaginu, bæði kunnáttu og hráefni. Því séu flestir kennarar úr byggðarfélaginu og unnið sé með efni eins og roð, ull og ýsubein......
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31