A A A
  • 2009 - Þiðrik Fannarsson
06.09.2011 - 13:33 | JÓH

Góð sending frá Þingeyri

Mynd: ksi.is
Mynd: ksi.is
Sigmundur Þórðarson á Þingeyri sendi A landsliði karla góða gjöf og baráttukveðjur fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM 2012. Helgi Valur Daníelsson og Alfreð Finnbogason tóku við gjöfinni, sem var af veglegri gerðinni - alvöru vestfirskur harðfiskur. Þjálfarar og leikmenn landsliðsins kunna Sigmundi bestu þakkir fyrir harðfiskinn og einlægan stuðning.
Frétt af www.ksi.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er til húsa að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Mynd: frmst.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er til húsa að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Mynd: frmst.is
Fimmtudaginn 8. september kl. 18 mun starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verða með kynningu á námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Allir eru velkomnir til að koma og kynna sér námsframboð vetrarins. Þar má ýmislegt nefna, t.d. Skrifstofuskólinn, Grunnmenntaskólinn, Aftur í nám, Byggingarliðar - grunnnám og fleira.
Boðið verður upp á kaffi og vöfflur með sultu og rjóma.
31.08.2011 - 11:33 | JÓH

Tuuli Rähni ráðin deildarstjóri

Hjónin Tuuli Rähni og Selvadore Rähni.
Hjónin Tuuli Rähni og Selvadore Rähni.
Píanóleikarinn Tuuli Rähni hefur nú verið ráðin sem deildarstjóri útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri á komandi vetri. Henni til aðstoðar við kennsluna verður maður hennar, klarinettuleikarinn Selvadore Rähni. Saman munu þau bjóða upp á fjölbreytt námsframboð, píanó, harmóníku, blokkflautu, þverflautu, klarinett, saxófón, kornett, gítar, bassa, trommur, hljómsveitastarf og dægurlagasöng. Þau Tuuli og Selvadore eru búsett í Bolungarvík þar sem hann starfar sem skólastjóri við Tónlistarskólann. Þau hafa starfað á Íslandi frá árinu 2005, en þar áður höfðu þau starfað í Japan. Tuuli og Selvadore eru bæði afar vel menntaðir kennarar og einstaklega færir hljóðfæraleikarar, en þau héldu einmitt saman metnaðarfulla tónleika í Hömrum sl. vor, auk þess sem þau komu fram á 100 ára afmæli Þingeyrarkirkju.
31.08.2011 - 00:16 | Tilkynning

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins í október

Frá árshátíð Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson.
Frá árshátíð Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson.
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin í Ásgarði, Stangarhyl 4 þann 8. október næstkomandi. Húsið opnar kl. 19:00 en borðhald hefst klukkutíma síðar. Hljómsveitin Hafrót mun spila undir borðhaldi og leika fyrir dansi að málsverði loknum. Nýtum nú tækifærið til að hittast og skemmta okkur saman í góðra vina hópi!

Dagskráin nánar auglýst síðar.

30.08.2011 - 08:10 | Hallgrímur Sveinsson

Björn Ingi Bjarnason til liðs við Vestfirska forlagið

Björn Ingi Bjarnason í predikunarstól Hjarðarholtskirkju í Dölum.
Björn Ingi Bjarnason í predikunarstól Hjarðarholtskirkju í Dölum.
Björn Ingi Bjarnason frá Flateyri hefur nú komið til starfa sem áhugamaður hjá Vestfirska forlaginu og kemur hann fram sem kynningarstjóri fyrir hönd forlagsins gagnvart fjölmiðlum og öllum öðrum sem máli skipta í sambandi við kynningu á Bókunum að vestan. Björn Ingi er Önfirðingur í húð og hár. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana og hefur hvers konar félagsmálastarf verið honum mjög hugleikið. Hefur hann um langt skeið verið formaður Önfirðingafélagsins og veitt forystu mjög umfangsmiklu sjálfboðastarfi í útgáfumálum á vegum þess til að kynna heimabyggðina og Vestfirði almennt. Þá hefur hann verið umsjónarmaður vefsíðu félagsins, flateyri.is sem hefur vakið mikla athygli fyrir fjölbreytt og vandað efni.
Við bjóðum Björn Inga, son Önundarfjarðar, velkominn til starfa hjá Vestfirska forlaginu.
Hallgrímur Sveinsson.
Byggðamerki Ísafjarðarbæjar samanstendur af skjaldarmerkjum þeirra sveitarfélaganna sem mynduðu hið sameinaða sveitarfélag.
Byggðamerki Ísafjarðarbæjar samanstendur af skjaldarmerkjum þeirra sveitarfélaganna sem mynduðu hið sameinaða sveitarfélag.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði telja skynsamlegast að tekið verði upp merki V-Ísafjarðarsýslu sem skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar. „Sú leið er ekki einungis langsamlega hagstæðust fjárhagslega séð, heldur er einnig um að ræða merki sem áður hefur staðið sem tákn fyrir flesta byggðakjarna sameinaðs sveitarfélags Ísafjarðarbæjar," segir í bréfi sem samtökin hafa sent bæjaryfirvöldum. Bæjarráð fjallaði um bréfið á síðasta fundi og þakkaði umsögnina......
Meira
29.07.2011 - 11:03 | bb.is

Lengsta ferð Vésteins

Víkingaskipið Vésteinn
Víkingaskipið Vésteinn
Hjónin Valdimar Elíasson og Sonja Elín Thompson sigldu víkingaskipinu Vésteini frá Þingeyri til Húsavíkur á dögunum. Með í för var einnig Jakob Hermannsson. Að sögn Valdimars var ekki um hefðbundna víkingaferð að ræða og vel var tekið á móti áhöfninni á þeim stöðum þar sem skipið lagði að bryggju. Frá Þingeyri var stefnan tekin á Siglufjörð. Veðrið lék við áhöfnina til að byrja með en austur á Húnaflóa gerði leiðinlegt veður.

„Báturinn stóð vel af sér veðrið en við vorum orðin nokkuð hrakin og þreytt þegar við komum til Siglufjarðar," en siglingin tók um 34 tíma. Hópurinn gisti eina nótt á Siglufirði en hélt svo áleiðis að Gásum í Eyjafirði þar sem þau tóku þátt í miðaldarhátíð. Þaðan hélt hópurinn til Húsavíkur á Sail Húsavík strandmenningarhátíðina. „Þarna var margt um manninn og bátinn, bæði stórir og smáir. Við féllum vel inn í hópinn og tókum meðal annars þátt í kappsiglingu með seglskipaflotanum á Húsavík." Engar sögur fara af stórum sigrum í keppninni en Valdimar segir að þótt báturinn hafi ekki sigrað þá hafi hann nú ekki verið sá síðasti heldur. „Við fórum líka í nokkrar siglingar með áhugasama siglingamenn."...
...
Meira
29.07.2011 - 11:01 | bb.is

Kvöldvaka á sagnaþingi á Núpi

Núpur í Dýrafirði
Núpur í Dýrafirði
Vestfirðingar og aðrir gestir eru velkomnir á kvöldvöku sagnaþingsins á Núpi í Dýrafirði kl. 20 í kvöld. Leiknir og lærðir segja áhugasömum hlustendum sögur af munni fram. Gestum er jafnframt frjálst að segja eigin sögur. Frítt inn en veitingar seldar á staðnum. Safnaþing var sett að Núpi í Dýrafirði á sunnudag og stendur yfir fram á næsta sunnudag. Á þinginu koma saman norrænir sagnaþulir og ræða listina að segja sögu. Á þinginu eru sagðar sögur á norrænum tungum og ensku.

 

Meðal leiðbeinanda í ár eru reyndir sagnamenn, rithöfundar og leikarar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Bretlandseyjum. Meðal þeirra eru Sue Hollingsworth sem fjallar um fornar furðusögur, Ulf Ärnström sem kennir listina að ljá mannkynssögunni líf og Einar Kárason fjallar um Íslendingasögurnar.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31